Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 91
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
85
dó fénaður, naut og sauðir, um Rangárvelli eyddust nálægt 5
hreppar, annar eldur í Hnappavallajökli, þriðji í Herðubreið yfir
Fljótsdalshéraði og vóru allir jafnsnemma uppi.Eldsuppkoma með
þeim fádæmum, ao eyddust margar nálægar sveitir. Öskufall um
Borgarfjörð og Skaga svo fénaður féll og hvarvetna þar á milli.“
Hér er sagt frá gosi í Herðubreið. Auðvitað hefir Herðubreið
ekki gosið svona seint, en vel gat gosið borið svo við, eða verið í
nágrenni Herðubreiðar og var þá eðlilegt að kenna það við
þetta nafnkunna fjall. Heklugcs hafa ekki öll verið í Heklu
sjálfri og Kröflugosin 1725—30 voru ekki í Kröflu, heldur í ná-
grenni hennar.
Sennilegt er, að þetta Herðubreiðargos hafi verið í Herðubreið-
arfjöllum, en þau hafa vafalaust verið nefnd dyngjur og ef til
vill Trölladyngjur ytri og' getur þá vel staðizt, að gosið sé ýmist
talið í Herðubreið eða Trölladyngjum. Svo er ekki heldur ósenni-
legt, að samtímis gosi í Herðubreiðarfjöllum, hafi gosið í Trölla-
dyngjum, þ. e. Dyngjufjöllum. Árið 187.5 gýs til dæmis bæði í
Dyngjufjöllum og í Sveinagjá, sem er miklu norðar á öræfun-
um.
Öli þrjú gosin, sem Isl. ann. segja frá 1341, hafa líklega
verið ösku- eða vikurgos. Heklugosið gerði mestan usla um
Rangárvelli, en langsennilegast er, að askan, sem féll um Borg-
arfjörð og Skaga og allt þar á milli, hafi komið frá Trölla-
dyngjum í Ódáðahrauni. Að öllu þessu athuguðu, er það ákaf-
lega sennilegt, að Trölladyngjur í Ódáðahrauni hafi gosið 1340
eða 1341, að minnsta kosti má fullyrða, að þessi ár hafi gosið
einhversstaðar í nágrenni þeirra.
4. íslenzkir annálar skýra frá mikilli eldsuppkomu í Trölla-
dyngjum á tímabilinu 1354—1360, en frásagnirnar um gos þetta
eru mjög á reiki cg ónákvæmar og hafa gefið tilefni til ýmis-
konar ágizkana. Tel ég því rétt að rekja hér umsagnir heim-
ildanna hverja fyrir sig.
Skálholtsannáll 1354 segir svo: „Eldsuppkoma í Trölladyngj-
um og eyddust margir bæir í Mýdal af öskufallinu, en vikurinn
rak vestur á Mýrar og' sá eldinn af Snæfellsnesi.“
Gottskálksannáll 1357: „Eldsuppkoma í Trölladyngjum, leiddi
þar af ógnir miklar og dunur stórar, öskufall svo mikið að nær
alla bæi eyddi í Mýdalnum og víða þar nálægt gerði mikinn
skaða. Vikurreki svo mikill austan til, að út frá Stað á Snæfells-
nesi rak vikurinn og enn utar.“