Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
53
9. Kræklurót (Corallorhiza innata), fundin 15/6 1925 í mó-
lendi víða í Suðursveit, síðar fundin í Öræfum og 29/6 1930 á
Þingvöllum og í nágrenni Reykjavíkur. S, SV.
10. Lágarfi (Stellaria humifusa) fundinn 23/6 1935 á sjó-
flæðiengjum við Önundarfjörð í fullum blóma. NV.
11. Gullhærusóley (Ranunculus auricomus), fundin fyrst
6/6 1929, þar sem mætast skriður-og klettar undir Skálatind-
um í Nesjum, síðar sama sumar fundin á sams konar vaxtarstað í
Kálfafellsstaðarfjalli. S.
12. Mýrfjóla (Viola palustris), fundin í blóma í Ögurlandi,
mólendi, í maí 1939, og síðar fundin víðar við Djúp. NV.
13. Bjöllulilja (Pirola rotundifolia), fundin 28/8 1939 í
skóglendi í Hestfirði með hálfþroskuðum aldinum. NV.
14. Krossjurt (Melampyrum silvaticum), fundin 14/7 í skóg-
lendi í dölum inn af Þorskafirði, í blóma. NV.
15. Blöðrujurt (Utricularia minor), fundin í torfristupælum og
lygnum síkjum, nærri hvar sem hendi er stungið niður á svæðinu
frá Reyðarfirði (Au.) til Fossvogs við Reykjavík, en alls staðar
blómlaus nema í torfristupælu í Borgarhafnarteigum í Suður-
sveit, 24/7 1935. Einnig fundin á sama ári í júní og júlí í Súg-
andafirði og Önundarfirði og í Eyjafjarðarárhólmum. 1938 fann
ég plöntuna og í Reykjarfirði í júní og í Trekyllisvík í júlí, blóm-
lausa.
16. Garðatvítönn (Laminum intermedium), hefir í marga tugi
ára vaxið í kálgörðum í Vestmannaeyjum. S.
17. Jakobsstigi (Polimonium coeruleum),*) fundin 15/8 1939
í skóglendi í Mjóafirði. NV.
Au. er Austurland, S. er Suðurland, SV. er Suðvesturland,
NV. er norðvesturland og N. er Norðurland, og er fylgt greiningu
Flóru íslands á milli héraða.
Ögri, 19. jan. 1941.
*) Þessi tegund er víða ræktuð hér í görðum, en hefir ekki áður
fundizt í náttúrunni að því er ég veit. Á Norðurlöndum er hún einnig
sjaldgæf villt.
Á. F.