Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
47
BALDUR JOHNSEN lœknir:
GRÓÐURRÍKl VESTMANNAEYJA
Árið 1932 gerði styrkveiting Menningarsjóðs mér kleift að
dvelja í júní og júlí við gróðurathuganir í Vestmannaeyjum. Ég
hefi í riti, sem Vísindafélag íslendinga gaf út árið 1939, gert
grein fyrir þessum rannsóknum mínum, en yfirlitsins vegna
þykir mér rétt að birta hér plöntulista úr eyjum í sama formi
og Náttúrufræðingurinn hefir áður birt frá ýmsum stöðum á
landinu.
Gróðurinn í Vestmannaeyjum er mjög fáskráðugur, enda varla
um önnur gróðurlendi að ræða en mólendi, valllendi og tún, með
sandmel á fáeinum stöðum og klettagróðri hingað og þangað í
fuglabyggð. Lækir eru engir né mýrar. í mólendinu er kræki-
berjalyng og beitilyng, en vantar annan lynggróður. Þar er og
þursaskegg, vinglategundir tvær og blóðberg. Ég man eftir að
hafa séð rjúpnalauf í hrauninu fyrir ca. 20 árum, en nú var það
hvergi finnanlegt. Blóm- og valllendisbrekkurnar í Herjólfsdal
og víðar eru á köflum bláar af stúfu, og fylgir selgresið stúfunni
dyggilega eftir. Innst í Herjólfsdalnum fann ég Siglingea de-
cumbens, sem vel mætti kalla herjólfshár eftir fyrsta fundar-
staðnum á landinu og hárnöglum slíðranna. Blágresi vex aðeins
í Hvílft úti á Fjalli og í Klifinu á óaðgengilegum stað. Eins er
mjaðurtin mjög sjaldgæf. í klettunum, snarbröttum, er hvönnin
eins og skógur er með blóðrót og skarfakáli. Á einum stað á Urð-
unum hafði skarfakálið teygt sig upp í tún cg vex þar nú mjög
svo grózkumikið á allstórum bletti í taddri og ræktaðri jörð.
Lundabyggðin er eins og ræktað tún með sterkum köfnunarefn-
isáburði, og vaxa þar aðeins fáar tegundir, svo sem há- og vallar-
sveifgras, hálíngresi og túnvingull með vegarfa og haugarfa.
Rauðsmárinn er löngu crðinn landlægur í eyjum, í kringum Of-
anbyggjaragarða og vex þar með fuglaertunum.
Af vatnajurtum er aðeins um að ræða síkjabrúðu og síkja-
mara í Vilpu við Kirkjubæ og Daltjörn í Herjólfsdal. Garðatví-
tönn vex víða í kálgörðum í eyjum, sérstaklega þeim eldri.