Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 84
78
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Dyngjufjöll (Trölladyngjur) séð frá NA.
Ljósm. Edvard Sigurgeirsson.
fjöll lág og það er líka rétt, að séð frá sumum hliðum, einkum
austan frá, skiptast fjöllin í þrjá aðalhluta.
Níutíu árum síðar lýsa þeir Preyer og Zirkel Trölladyngju mjög
á sama veg og þeir Eggert og Bjarni gerðu. í bók þeirra (Reise
nach Island) segir svo: „Trölladyngja zwischen dem Ódáðahraun
und dem Vatnajökull gelegen, ein nicht besonders hoher Berg mit
drei Hauptgipfeln11. (Trölladyngja milli Ódáðahrauns og Vatnajök-
uls, ekki mjög hátt fjall með þrem aðaltindum).
Beztá heimildin um það, að Dyngjufjöll og Trölladyngjur séu
eitt og sama, er ritgerð Jónasar Hallgrímssonar frá 1839, „De is-
landske Vulkaner“ (Rit J. H., IV., bls. 163). Þar segir svo: „Inde i
Landet, syd fcr Myvatnsfjældene findes en stor Bjærgklynge,
som af Myvatnsbeboerne kaldes Dyngjufjöll, men den hedder
ogsaa Trölladyngjur og har en Række af Vulkaner, som har av-
givet Materialet til en stor Del af Ódáðahraun o. s. v.“ (Inn til
landsins, sunnan við Mývatnsfjöllin, er mikil fjallþyrping, sem
Mývetningar nefna Dyngjufjöll, en hún heitir líka Trölladyngjur.
Þar eru margar gosstöðvar, sem hafa lagt til efnið í mikinn hluta
Ódáðahrauns.)