Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 89
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
83
Ljósm. Edvard Sigurgeirsson.
Kollótta-dyngja séð frá SA.
2. Árið 1188 segir svo (Isl. ann.): „Eldsuppkoma í Trölladyngj-
um“. Lengri er frásögn þessi ekki og því ósennilegt, að gos
þetta hafi verið á Reykjanesi.
3. Árið 1340 hefjast hér mikil eldgos. Um það segir Annáll
Gísla Oddssonar (Analium in islandia farago. Islandica
vol. X), það, sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu: „Á árun-
um 1340 og tveimur eftirfylgjandi tók fjallið Hekla að brenna
í sjötta sinn með hræðilegum dunum og dynkjum. Sömuleiðis
fjallið Lómagnúpur. Jafnframt kastaði úr sér byrðinni annað
fjall nokkurt, Trölladyngjur, allt til hafsins hjá héraði því
við sjóinn, sem nefnt er Selvogur. Sömuleiðis var skaginn
Reykjanes meira en hálfur eyddur eldi og sjást merki hans
í opnu hafi, háir drangar þar úti, kallast Eldeyjar (eða
eins og hinir gömlu segja Drifarsteinn. Sömuleiðis Geir-
fuglasker þar sem flestir steinar til þessa sjást vera út-
brunnir. Á sama tíma brann einnig fjall á suðurhluta ís-
lands, Síðujökull og mörg önnur fjöll eyðandi heil héruð, ein-
hverju sinni einnig í hafinu eldur brennandi auðsénn, og hin
logandi fjöll steyptust frá meginlandinu fram í sjó. Slíkar
breytingar á þeim tíma, sénar á íslandi, höfðu í för með sér