Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 78
72
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Þá hefi ég lítils háttar athugað um skiptingu tegundanna eftir
lífmyndum og útbreiðsluflokkum tegunda í samanburði við aðra
landshluta. Framan við plöntuheitin í flórulistanum eru bók-
stafir, er tákna til hverra lífmynda og tegundaflokka plönturnar
teljast. í fremri dálknum eru lífmyndirnar, en tegundaflokkur-
inn í þeim síðari. Skal nú gerð nánari grein þessa vegna þeirra
lesenda Náttúrufræðingsins, sem kunna að vera þessu ókunnugir.
Lífmyndir plantnanna þær, sem hér er um að ræða, eru skil-
greindar af danska grasafræðingnum Chr. Raunkiær. Til grund-
vallar þeirri niðurskipan lagði hann það, hvernig plönturnar lifa
hina óhagstæðu árstíð, þar sem veðráttu er svo háttað, að munur
er árstíða, eins og t. d. hér, þar sem veturinn er öllum jurta-
gróðri óhagstæður. Þeir hlutar fjölærra plantna, sem í mestri
hættu eru, og því einkum þörf verndar yfir veturinn, eru brum-
in, því eru lífmyndir þessar skilgreindar eftir því, hver er staða
brumanna í hlutfalli við yfirborð jarðar. Lífmyndirnar eru
þessar:
1. Loftplöntur (Phanerofyter) Ph.
Brumin vaxa á greinum allhátt frá jörðu. Til loftplantna
teljast því öll tré og hinir stórvaxnari runnar.
2. Runnplöntur (Chamaefyter) Ch.
Brumin eru einnig ofanjarðar og allt upp í 30 cm hæð frá
jörðu, en liggja samt ekki hærra en svo, að snjór og jafnvel
fallið lauf skýlir þeim. Til þessarar lífmyndar teljast smá-
runnar, hálfrunnar og einnig allmargar jurtkenndar plöntur,
einkum þær, er hafa stórar og þéttar blaðhvirfingar, t. d.
steinbrjótar. Lífmynd þessi er útbreiddust í fjalllendum og í
heimskautabeltisloftslagi.
3. Svarðplöntur (Hemikryptofyter) H.
Brumin liggja í yfirborði grassvarðarins, og er þeim skýlt af
visnuðu laufi og öðrum jurtaleifum. Allt jurtakenndar plönt-
ur, sem eru útbreiddastar í tempruðu loftslagi.
4. Jarðplöntur (Geofyter) G.
Brumin neðanjarðar hulin af mold, sem skýlir þeim við vetr-
arnæðingum.
5. Vatnaplöntur (Helo- og Hydrofyter) HH.
Brumin liggja geymd í vatni eða botnleðju yfir veturinn.
6. Einærar plöntur. (Therophytes) Th.
Það skal þegar tekið fram, að hin íslenzku heiti lífmyndun-
anna eru aðeins til bráðabirðga, meðan ekki fást önnur betri.