Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 1941, Síða 78
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þá hefi ég lítils háttar athugað um skiptingu tegundanna eftir lífmyndum og útbreiðsluflokkum tegunda í samanburði við aðra landshluta. Framan við plöntuheitin í flórulistanum eru bók- stafir, er tákna til hverra lífmynda og tegundaflokka plönturnar teljast. í fremri dálknum eru lífmyndirnar, en tegundaflokkur- inn í þeim síðari. Skal nú gerð nánari grein þessa vegna þeirra lesenda Náttúrufræðingsins, sem kunna að vera þessu ókunnugir. Lífmyndir plantnanna þær, sem hér er um að ræða, eru skil- greindar af danska grasafræðingnum Chr. Raunkiær. Til grund- vallar þeirri niðurskipan lagði hann það, hvernig plönturnar lifa hina óhagstæðu árstíð, þar sem veðráttu er svo háttað, að munur er árstíða, eins og t. d. hér, þar sem veturinn er öllum jurta- gróðri óhagstæður. Þeir hlutar fjölærra plantna, sem í mestri hættu eru, og því einkum þörf verndar yfir veturinn, eru brum- in, því eru lífmyndir þessar skilgreindar eftir því, hver er staða brumanna í hlutfalli við yfirborð jarðar. Lífmyndirnar eru þessar: 1. Loftplöntur (Phanerofyter) Ph. Brumin vaxa á greinum allhátt frá jörðu. Til loftplantna teljast því öll tré og hinir stórvaxnari runnar. 2. Runnplöntur (Chamaefyter) Ch. Brumin eru einnig ofanjarðar og allt upp í 30 cm hæð frá jörðu, en liggja samt ekki hærra en svo, að snjór og jafnvel fallið lauf skýlir þeim. Til þessarar lífmyndar teljast smá- runnar, hálfrunnar og einnig allmargar jurtkenndar plöntur, einkum þær, er hafa stórar og þéttar blaðhvirfingar, t. d. steinbrjótar. Lífmynd þessi er útbreiddust í fjalllendum og í heimskautabeltisloftslagi. 3. Svarðplöntur (Hemikryptofyter) H. Brumin liggja í yfirborði grassvarðarins, og er þeim skýlt af visnuðu laufi og öðrum jurtaleifum. Allt jurtakenndar plönt- ur, sem eru útbreiddastar í tempruðu loftslagi. 4. Jarðplöntur (Geofyter) G. Brumin neðanjarðar hulin af mold, sem skýlir þeim við vetr- arnæðingum. 5. Vatnaplöntur (Helo- og Hydrofyter) HH. Brumin liggja geymd í vatni eða botnleðju yfir veturinn. 6. Einærar plöntur. (Therophytes) Th. Það skal þegar tekið fram, að hin íslenzku heiti lífmyndun- anna eru aðeins til bráðabirðga, meðan ekki fást önnur betri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.