Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 93
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
87
er ósamhljóða. Þó gæti þetta verið gostímabil og eldarnir verið
uppi öðru hvoru allt tímabilið, en einhverntíma á þessu tímabili
hefir komið mikið vikurgos, sem svo er mismunandi árfært af
höfundum annálanna. Nafnið Mýdalur er vafalaust sótt í sam-
eiginlega heimild. Hugsanlegt er, að það sé misritun fyrir Mýr-
dal og vel gat gosmökk frá Dyngjufjöllum lagt þannig, að mest
tjón yrði í Mýrdal, en sennilegasta skýringin er, að með Mýdal
sé átt við byggðina kringum Mývatn, en vegna ókunnugleika
hefir annálsritarinn haldið, að vatnið lægi í dal og gefið dalnum
nafn Þá er líka fengin góð skýring á mannfalli því við Mývatn,
sem Flateyjarannálls kýrir frá, en Hannes Finnsson telur þó'
hálfu meira. Aðeins með þessari skýringu er hægt að láta frá-
sagnirnar allar falla í ljúfa löð.
5. Þá er komið að árinu 1390, sem talið hefir verið mjög mikið
gosár, en um öll þau gos, að Heklugosinu undanskildu, er Espólín
einn til frásagnar (Árb. Esp.). Frásögn Espólíns hljóðar svo:
„Logaði Hekla með miklum undrum og Lómagnúpur og Trölla-
dyngja, allt suður í sjó og vestur að Selvogi og allt Reykjanes,
brann þar hálft og stendur þar eftir í sjó fram Dýptarsker og
Fuglasker og er það allt eldbrunnið grjót síðan, einnig logaði
Síðujökull og mörg önnur fjöll og sveitir heilar eyddust af eld-
gangi.“ Espólín segir ennfremur, að eldurinn hafi haldizt í Heklu
og fleiri jöklum hinn sami árið eftir.
Engum getur dulizt, að hér er á ferðinni frásögn Gísla Odds-
sonar af eldgosunum 1340. Isl. ann. nefna aðeins Heklugos þetta
ár (1390), en engin önnur. Það er því augljóst, að frásögn þessi er
komin á rangan stað hjá Espólín og er vafalaust mislestri á ártöl-
um um að kenna. Við getum því með góðri samvizku strikað út eitt
mesta gosárið í sögu landsins. Mér hefir verið þetta ljóst alllengi
og sé, að Matthías Þórðarson þjóðskjalavörður hefir komizt að
sömu niðurstöðu. (Athugas. við Rit J. H. IV., bls. 314—315).
Nauðsynlegt er að benda sem rækilegast á þessa villu, sem geng-
ur í gegnum flest eða öll meginrit okkar um jarðelda, og er meðal
annars tekin athugasemdalaust upp í Sögu íslendinga í Vestur-
heimi, sem er nýútkomin.
6. Árið 1510 segir Biskupsannáll, að eldur hafi verið uppi bæði
í Trölladyngjum og Herðubreið (Safn. t, s. Isl. I., bls, 44), Engin
ástæða er til að rengja þetta, þótt aðrar heimildir geti þess eigi.
Af því má ráða, að gos þessi hafi verið fjarri mannabyggðum og