Náttúrufræðingurinn - 1941, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
21
vaxa einnig tjarnabrúsi og mógrafabrúsi. í mógröfum á
Bakkarblá, skammt frá kirkjugarðinum, vaxa sniánykra
og blöðrujurt í þéttum flækjum, Sefbrúða, flagasóley,
lónasóley og skriðdepla eru algengar í grunnum pcllum. í tjörn
við Sesseljuhamra sá ég knollsef (Juncus supinus). Gróðurinn
nær víða hátt upp eftir hlíðunum. Svo taka við urðir og melar
með jurtum á strjálingi milli steinanna. Á Bakkafjalli rétt við
Dyrfjöll eru melaöldur með alldjúpum kvosum á milli. Eru víða
dý við rætur melhryggjanna og sums staðar voru skaflar í dýpstu
lægðunum (28. júlí). Þarna uppi í 700—800 m. liæð uxu jökla-
sóley, dvergsóley, smjörlauf, Ólafssúra, lækjasteinbrjótur,
laukasteinbrjótur, þúfusteinbrjótur, mosasteinbrjótur, stjörnu-
steinbrjótur, vetrarblóm, músareyra, lækjafræhyrna. fjallanóra,
skammkrækill, lambagras, fjallakobbi, hrafnaklukka, fjalla-
skriðnablóm, fjallasmári, fjalladepla, grámulla, stinnastör, sauð-
vingull, fjallasveifgras, fjallapuntur og snænarvagras. (Cata-
brosa algida) eða alls 26 tegundir blómjurta. Sæbratt er víðast
við Borgarfjörð. Djúpar gjár eru sums staðar í sjávarklettana,
t. d. rétt við þorpið í Bakkagerði. Skarfakál vex þar í gjánum,
sömuleiðis við lendinguna í Höfn og í Hafnarklettum. Lægst er
ströndin fyrir botni fjarðarins. Eru þar dálitlir ægisandar (Hofs-
strönd). Þar vaxa vinglar, blálilja og melur á strjálingi. Fjöru-
arfi og hrímblaðka eru algeng í, fjörunum. Við Bakkagerði er
allbreitt-láglendi. Liggj,a mýraflákar, sem óðum er verið að breyta
í tún, alveg heim að þorpinu. Þegar dregur út með firðinum,
mjókkar undirlendið snögglega, og taka þá við Njarðvíkurskriður
milli Borgarfjarðar og Njarðvíkur. Víkin er lítil og liggur fyrir
opnu hafi. Sandar eru fyrir botni víkurinnar, en síðan taka við
háar hamrastrendur á báðar hendur. Inn af víkinni gengur dalur
með talsverðu undirlendi. Er mjög viðkunnaniegt og sumarfag-
urt í Njarðvík. Gróður og snjósæld er miklu meiri í vesturhlíð-
um Njarðvíkur en í austurfjöllunum, sem eru grýtt og blásin
eins og fjöllin austan Borgarfjarðar. í dalnum eru grösugar
engjar. Undir fjallinu, vestan megin víkurinnar, eru töluverðir
snarrótarmóar. Innan um snarrótarpuntinn vaxa einkum hálín-
gresi, títulíngresi, reyrgresi, hrossanál og gulmaðra. í vestur-
hlíðum dalsins er snjódælda- eða geiragróður mjög einkennandi.
Þar eru stórar aðlabláberjalyngbrekkur og birkibrekkur. Birki-
kjarrið er langt og beygt af snjóþyngslum, en ilmandi og snoturt
eigi að síður. í því er alls staðar mikið af aðalbláberjalyngi og