Náttúrufræðingurinn - 1941, Qupperneq 31
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
125
um land um að æðarvarpi hnigni. Þyrfti að hefja á því gagn-
gerða rannsókn, ef hægt væri að komast fyrir orsakir þess og
finna við því ráð. Bjargfugl verpir þar nokkuð. Yfirleitt er fugla-
líf mikið í eynni. Upp frá bæjarvíkinni er ræktað mikið tún og
frítt og nær það næstum yfir þvera eyna. Sunnan túnsins eru
engjar, en bithagi fyrir norðan. í dældum eru víða tjarnir og
pollar. Stærsta tjörnin er í norðurjaðri túnsins og 'heitir Vatnið.
Öll er eyjan úr blágrýti, og er víða í henni fagurt stuðia-
berg, einkum að suðvestanverðu. Að ofan eru blágrýtisklappirn-
ar fágaðar og sér þar í enda stuðlanna. Senriilega hefur jökull
gengið þar yfir á sínum tíma. Að landslagi og jarðmyndun er
eyjan beint framhald Ögurtanganna fyrir sunnan Djúpið. Jarð-
vegur á eynni er víðast alldjúpur og óvíða sér þar í nakinn klett
eða stein nema rétt við sjóinn. Jarðvegur er járnblandinn, og
vatn í brunni gulmórautt af járnsamböndum.
í Æðey er bæði fagurt og friðsælt. Aldrei mun þó vera feg-
urra um að litast en um varptímann, en því miður var varpinu
að mestu lokið, þegar ég kom þar.
Æðey er algróin að kalla, nema einstöku hólkollar og björgin
við sjóinn. Gróðurfar hennar er þó einhæft, þegar frá er tekin
fjaran, tjarnir og björgin. Er hún annað hvort vaxin valllend-
is- eða mýrargróðri. Á hæstu hólunum nálgast valllendið þó
mosaþembu, og allsstaðar er mikill mosi í rót. Eftirtektarvert
er hversu runngróður vantar algerlega. Hin eina runnkennda
planta, sem nokkra verulega útbreiðslu hefir í eynni, er gras-
víðir.1) Þetta mun að nokkru leyti stafa af byggðinni. Allt land
eyjarinnar er annaðhvort nytjað til heyskapar eða beitt mikið.
Þá mun og gróður troðast mikið af fuglum, en hins vegar fá
frá þeim mikinn áburð, en allt er þetta óhagstætt runngróðri.
Sennilega á og hið raka sjávarloft sinn þátt í því.
Þegar þarabeltinu sleppir er fjaran sjálf að mestu gróður-
laus. Þó vaxa þar hrímblaðka,2) tágamura3) og blálilja4) á tveim-
ur stöðum. í víkurbotnum er sums staðar örlítill fitjagróður með
ríkjandi sjávarfitjung.5)
Lægðir allar eru vaxnar votlendisgróðri. Mestur hluti þessa
votlendis er flói. Yfirborðið slétt, en vatn mjög ofarlega í gras-
sverði eða flýtur jafnvel yfir hann. Þar sem blautast er, eru
1) Salix herbacea. 2) Atriplex hastata. 3) Potentilla anserina. 4) Mer-
tensia maritima. 5) Puccinellia maritima.