Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 12
G NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þorrið á ölliim spölnum frá Árhrauni niður til ósa Ölfusár, þó að inér sé ekki kunnugt um, að því hafi' verið gaumur gefinn nema á bæjunum, sem ég nefndi. Þurrðar í á gætir mjög mismikið eftii staðháttum og öðrum atvikum, sem síðar verður á minnzt. í Ártirauni var þess fyrst vart um liádegi (11. nóv.), að áin vai þorrin meir en góðu hófi gegndi og fór enn hraðminnkandi. Á Kiðjabergi var fyrst tekið eftir þurrðinni kl. 1—2 e. h., og um svipað leyti (eða litlu fvrr) hjá Selfossi. Á öllum stöðunum var gizkað á, að þurrðin liefði orðið mest um kl. 3—4, en hvergi var unnt að fá að vita það nákvæmlega. Engar nákvæmar mælingar voru (mér vitanlega) gerðar á lækkun vatnsborðsins. Bændurnir í Árhrauni og á Gíslastöðum fullyrtu, að það hefði lækkað meira en metra og minna en mannhæð, líldega nálægt 1.30 m. Hatldór Gunnlaugsson á Kiðjabergi og Jón Ingvarsson á Selfossi gizkuðu á eins metra Iækkun tivor hjá sér, en Jón mun hafa athugað þetta manna bezt. Hann taldi ána liafa komizt aftur í samt lag hjá Sel- fossi kl. 6—7 sama kvöld. IJefir vatnið því hækkað hér um hil álíka ört og það þvarr, og öll þurrðin staðið um 5 lclst. í Árhrauni og á Kiðjabergi var veðurofsi svo mikill þenna dag, að óstætt mátti heita, og þóttu ekki tiltök að gæta að ánni, eftir að fór að rökkva og ekki sá lengur til hennar heiman frá bæjunum fyrir myrkri og hríð. En um kvöhlið, er veðrið tók að stillast, gekk Halldór á Kiðjabergi niður að ánni. Yar það kl. 8, og taldi hann ána þá þvi sem næst komna í samt lag. Hjá Árhrauni var komið að henni kl. 9—10 um kvöldið, og hafði hún þá alveg náð sér eftir þurrðina, en var vatnslítil eins og að undanförnu. Óliklegt er, að seinna hafi hækkað í ánni á þessum stöðum en á Selfossi — það hefði heldur átt að verða þeim mun fyrr, sem þessir bæir standa ofar með ánni — enda má vel vera, að hún hafi vaxið þar aftur i rökkrinu og dimmviðrinu, án þess að lekið væri eftir ]iví á hæjunum. Hjá Árhrauni er Hvítá eilthvað nálægt 100 m á breidd og með þungum straumi, sem eykst, þegar lengra kemur ofan með Hest- fjalli. Þegar þurrðin var mest, varð þar mikið af botninum þurrt með austurlandinu, og öll áin rann i ál með vesturlandinu. Eng um gelum varð að því leitt, hve sá áll var breiður eða djúpur, en þó skildist mér, að hann myndi ekki hafa verið meira en liálf venjuleg breidd árinnar. Þorleifur í Árhrauni taldi Ilvítá hafa þorr- ið miklu minna nú en í tvö síðustu skiptin (árin 1924 og 1913). Eins og áður var getið, gizkaði hann á, að vatnsborðið hefði nú lækkað Hlið eitt á annan metra. Hjá Kiðjabergi er Hvitá miklu breiðari og lygn, en nokkur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.