Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
19
í Ferðabók Þorvalds Thoroddsens er þess getið, að Hvítá hafi
þorrið tvisvar á öldinni, sem leið. Siðari þurrðin varð „á haust-
degi“ árið 1864, en um veður er ekki getið. — Fyrri þurrðin var
um sumarmálin árið 1828, ’29 eða ’30. Er tekið fram, að þá hafi
gert „frost allsnarpt“ nóttina áður. —- Heimildarmaður Þorvalds
um þessa viðhurði mun vera séra Magnús Helgason, því að bæði
kveðst Þorvaldur hafa fengið bréf frá honnm um þetta efni og
auk þess er sums staðar orðalag Magnúsar, en ekki Þorvalds, á
frásögninni i Ferðabók.
í Hestsannál segir. að Hvítá hafi orðið þurr lijá Árhrauni
árið 1702, en hvorki er getið árstíðar né veðnrs. — 1 Skarðsár-
annál segir svo: „1549, þann 15. nóv. þverraði Hvítá í tveim
stöðnm, lijá Árhrauni á Skeiðum og hjá Brúnastöðum i Flóa,
nær þvert yfir um. Þar var gengið þurrum fótum i einn hólma,
sem áður var ófært, og telcnar þaðan hrislur til merkis. Undruð-
ust menn þetta, að þeir tveir kaflar skyldn upp þorna, því að
áin var að sjá sem sjór annars staðar með rokviðri.“
Það, sem hér er sagt um þurrðirnar í Hvítá fyrir síðustu alda-
mót, er allt haft eftir Ferðabók Þ. Th., og eru tilvitnanirnar einnig
teknar þaðan. Ekki er mér kunnugt um fleiri þurrðir í Hvítá en
þær sjö, sem nú er gelið. Ég er ekki maður til að dæma um sann-
leiksgildi frásagnanna um fjórar fyrslu þurrðirnar, en ekkert finn
ég ósennilegt i þeim, og þó að hverju orði þeirra sé trúað, er þar
ekkert, sem mælir á móti ]ovi, að þurrðirnar liafi allar verið af
völdum veðurs (grunnstinguls, kraps og ef lil vill roks) eins og
hinar síðari. Um allar þurrðirnar nema eina (1702) er þess getið,
að þær hafi orðið á þeim tíma árs, sem búast má við frosti og snjó,
en um þetta eina skipti er árstíðarinnar elckert getið. Þar sem
veður er nefnt í frásögnum þessum, er því lýst með orðunum:
„frost allsnarpt“ og „rokviðri“.
1 öllum frásögnunum um þurrðirnar i Hvítá er hún talin hafa
þornað hjá Árhrauni og í flestum einungis þar. Virðist það helzt
hafa verið trú manna, að hún þornaði aðeins ó kaflanum meðfram
Hestfjalli, jörðin gleypti valnið einhver staðar skammt fyrir ofan
Árhraun og spýi því upp aftur neðar í árfarveginum, t. d. í nánd við
Iviðjaherg. Þessi skýring er í fullu samræmi við ormssöguna. Sam-
kvæmt henni eru mikil undirgöng undir Hestfjalli, og opnast þau
í Ilvítá undir Hesteyrum, en svo heitir hálmúkurinn nvrzt á fjall-
inu. Ormurinn fyllir úl í göngin og stíflar þau, en stöku sinnum
skríður hann úr bæli sínu. Fellur þá áin í göngin, og farvegur henn-
ar þornar þar fvrir neðan. Þegar menn hættu að trúa sögunni um
2*