Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
7
þrengsli með hávöðum neðan við lygnuna. Þar komu nú upp klett-
ar og sker, sem aldrei liefir bólað á síðan 1924.
Hjá Selfossi var áin hezl athuguð, meðan á þurrðinni stóð, enda
er þar fjölmennast, og þar var auk þess skaplegast veður. Áin
(sem hér heitir Ölfusá) er mjög straumhörð undir brúnni og of-
an við hana. Hún rennur í þrengslum og verður enn mjórri en hjá
Arhrauni. Ofan við brúna rennur mesti vatnsflaumurinn i djúp-
um ál, sem líkist sprungu og mun vera tæpur helmingur af breidd
allrar árinnar. Þegar meðalvatn er i ánni, sér vel fyrir þessum ál
af straumlaginu, en ekki í vatnavöxtum. Állinn er nær ytri (nyrðri)
bakkanum — og fast upp við hann, þegar kemur nokkur hundruð
metra upp fyrir brúna. Á eystri (syðri) harmi ólsins standa tveii
klettahólmar eða drangar upp úr ánni. Þangað er vætt í klofháum
vaðstígvélum, þegar áin er með minnsta móti. En 11. nóv. voru
I.lappirnar þurrar báðum megin álsins og hann sjálfur tæplega
barmafullur. Jón Ingvarsson gekk þarna nokkurn spöl eftir klöpp
unum og taldi hann vatnsborðið hafa lækkað um 1 m undir meðal-
hæð, eins og fyrr var getið.
Um hegðun Hvítár fyrir ofan Árhraun er það skemmst frá að
segja, að þar varð hvergi vart neinna verulegra missmíða iá lienni
þenna sama dag, sem þurrðin varð fyrir neðan Árhraun. Þó ei
ekki þar með sagt, að vatnsmagn liennar þar liafi þá verið óbreytt
né útlitið venjulegt. — En áður en lengra verður farið út í þá
sálma, er nauðsynlegt að segja nokkuð frá veðrinu.
Eins og þegar hefir verið gefið i skyn, geisaði ofviðri á þessum
slóðum daginn, sem þurrðarinnar varð vart í Hvítá, en veðrið
gekk nokkuð misjafnt yfir. Yfirleitt var suðaustanrok og livass-
viðri um morguninn og rigning. En um hádegi hvessli enn og gerði
afspyrnurok á sunnan, og sums slaðar snerist áttin til útsuðurs.
Með kvöldinu slotaði veðrinu og var orðið kyrrt um háttatíma.
Mikil úrkoma var víðast hvar allan daginn fram undir kvöld. Á
Selfossi var ýmist rigning eða krepja, en aldrei festi þó snjó í Flóa
né Ölfusi. Uppi á Skeiðum og í Grímsnesi breyttist úrkoman i
snjó um hádegisbil. í Árhrauni snjóaði nokkuð, og dró snjóinn
saman í skafla norðan á móti, en festi lítt á jafnsléttu. Á Iðu snjó-
aði meir, gerði alhvitt og allmikla skafla. Einar bóndi Sigur-
finnsson gizkaði á, að þar myndi hafa verið 1—2 stiga frost. Uppi
í Hreppum var mikil snjókoma, svo að fé fennti og var grafið úr
fönn daginn eftir. Er ég var þarna á ferð, 2—3 dögum eftir ofviðr-
ið, var alautt niðri í Ölfusi og Flóa, en þegar kom upp í Merkur-
hraun (fremst á Skeiðunum), brá snögglega svo við, að þar var