Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 56
48
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
— Flóra Melrákkasléttu, Náttúrufr. XI. 1941.
— Gróðurrannsóknir í Þjórsárdal I. Ársrit Skógræktarfél. ísl.
1941.
Akureyri, 10. febr. 1942.
Jón Steffensen:
N/ íslenzk hjálmgrastegund.
25. júií 1937 var ég á ferð iun Grafninginn og fann þá lijálm-
grastegund, er nefnist Galeopsis Ládanum L. Hún óx innan um
lynggróður skammt frá veginum, þar sem hann liggur um Jóru-
kleif, og voru flest eintökin i blóma. Sumarið 1940 kom ég aftur
á jjessar sömu slóðir, en varð þá ekki var við þessa plöntutegund,
en ég hafði aðeins skamma viðdvöl, svo vel má vera, að mér liafi
sézt yfir hana. Af fundarstaðnum verður þó að telja líklegt, að um
íslenzka plöntu sé að ræða, en ekki slæðing. Mér er ekki kunnugt
um,að þessi tegund hafi fundizt hérlendis áður, svo ég ætla að lýsa
lienni sluttlega: Þetta er smávaxin, snotur jurt. Þau eintök, er ég
atlmgaði voru 4- 7 cm að hæð. Stöngullinn er mjúkhærður og
ekki hnýttur um stöngulliðamótin. Blöðin eru stilkuð, egglaga lil
langegglaga, frekar gróftennt og mjúkhærð, einkum á neðra borði.
Krónan er ljósrauð, neðri vörin dálítið dropótt og krónupípan um
það bil tvöfalt lengri en hikarinn.
Leiðréttinjf.
Framan á kápu síðasta heftis Náttúrufræðingsins (1942, h. 4) stóð:
Fuglamerkingar II., en á að vera: Fuglanýjungar II.