Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 22
14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
neitt verulegt krapskrið i Ölfusá, meðan á þurrðinni stóð, og
ekki er þess getið, að kraþhrönn Iiafi staðið eftir neins staðar
á eyrum Ölfusár né Hvítár fyrir neðan Árhraun næstu daga eftir
þurrðina. -— Því miður voru þó tímaathuganirnar um þurrðina
ekki nákvæmari en svo, að varla er fullt mark á þeim takandi.
c. Krapið. Það tefur ekki lítið rennsli breiðrar og grunnrar
ár, eins og Hvítá er víða og á löngum svæðum fyrir ofan Ár-
hraun, að rogast með þykkar krapbreiður, sem eru öðru hvoru
að reka sig á eyrar og grynningar og smástranda, jafnvel þótt
þær nái livergi að mynda neina stíflu þvert yfir ána. Þegar
miklum snjó kæfir í á, myndast einnig oft eins og loðna af krapi
á botninum, þó ekki samfelld, heldur í eins konar hnyklum eða
bólstrum, þar sem botninn er ber á milli. Fyrirferð krapsins
sjálfs — þ. e. a. s. ískristallanna, sem það er myndað af
er mjög lítil í samanburði við hið fljótandi vatn, sem krapið bind-
ur í sér. Það liggur í augum uppi, hve slík myndun hlýtur að
draga úr straumhraða árinnar og þá um leið — að óbreyttu
aðrennsli — hækka valnsborðið. En um leið og liækkunin fei
fram, hlýtur vatnsmagnið að minnka þar fyrir neðan.
Hvergi hefir þess orðið vart, að Hvítá liafi stíflazt fremur
á einum stað en öðrum fyrir ofan Árhraun byldaginn 11. nóv.,
enda fylgdi ekkert snöggt hlaup þurrðinni. En aftur á móti
sýndi kraphrönnin, að sums staðar hefir hækkað lítillega í
henni. Á bls. XX var sýnt fram á ])að með einföldu reiknings-
dæmi, að ekki þarf nema mjög litla hækkun til þess að eyða
öllu vatnsmagni árinnar í nokkrar klukkustundir, ef hún fer
fram á löngum kafla og breiðum, og alls staðar samtímis.
Engin áslæða er til þess að ætla, að straumtöf og vatnsmagps-
minnkun Hvitár hafi verið einskorðuð við lygnurnar miklu, sem
áður getur, fyrir ofan Árhraun. Ýmislegt bendir til ]ress, að vatns-
magnsminnkunin hafi liafizt miklu ofar bæði í Hvítá sjálfri
og þverám hennar. Snjókoman var því meiri þenna dag, sem
lengra kom til fjalls, og frost hefir eflaust farið vaxandi í sömu
átt.
Daginn eftir ofviðrið átti Ólafur Einarsson, héraðslæknir i
Laugarási, leið yfir Ilvítá á Brúarhlöðum. Sá þá ekki í valn
undir brúnni fyrir krapi, sem þar stóð kyrrt á ánni, en spölkorn
fyrir ofan brúna grillli í auðan ál. Þetta var í skuggsýnu um
kl. 7 að kvöldi, og gal Ólafur ekki fullyrt um það, hvort yfir-
borð krapsins var hærra eða lægra en venjulegt vatnsborð, en
liklega myndi það í svipaðri hæð.