Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 24
1(5 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Brúará og jökulvatnsins í Hvítá sjást langt fram með Hestfjalli austanverðu). — Loks skal enn gefin ein skýring á því, hvers vegna þurrðir í Hvítá koma fremur fram lijá Árhrauni en ofar: Næstsiðasta þurrðin, sem tíðindum ])ótti sæta, veturinn 1924 var mun meiri en þessi siðasta, er hér hefir verið frá sagt. Þá tók fólkið á Gíslastöðum (sjá korlið) eftir því, að miklar lindii með tæru hergvatni komu upp á botni Hvítár, er liún var þorrin. Á þessum hæ er ekkert vatnsból nema Hvítá, og þótti lindavatnið góð tilhreyting þann stutta tíma, sem lil þess náðist. Þarna hjá Gislastöðum og Árhrauni liagar svo ti) háðum megin Hvítár, að ekki getur lijá því farið, að miklar uppsprettur komi upp í botni hennar, ef farvegurinn tæmist. Austan ár er flatlendi og hraun undir jarðvegi. Yfirhorð jarðvatnsins í hrauninu getur ekki verið lægra en vatnsborð árinnar þar á móts við. Ef snögglega lækkar í ánni að miklum mun, hlýtur jarðvatnið að streyma ört fram í farvegi hennar. En fyrir utan (vestan) ána er Hest- fjall. Það er einnig úr óvatnsheldu efni, svo að þar stendur líkt á og í hrauninu, Jarðvatnið, sem fram kemur í lindunum — að ánni þorrinni — er að sjálfsögðu kaldavermsl og verður að renna nokkurn spöl, áður það geti kólnað niður i frostmark og frosið. Það er einsætt, að slíkar uppsprettur, sem nú er frá sagt, hljóta að myndast mjög víða í botni hvaða stórár, sem er, ef hún þorn- ar snögglega, og mun það af þeirra völdum, að stórár þorna oldrei fullkomlega af frosti né ihleðslu — jafnvel ekki Ilvítá, sem er þó öðrum fremur fræg fyrir að þorna meir en góðu hófi gegnir. Einmitt þarna lijá Árhrauni eru staðhættir þannig, að þar hlýtur mikið jarðvatn að lcoma upp i árbotninum, og þvi meira, sem áin þverr meir og snögglegar, og þess vegna hólgnar hún ekki upp í frostum lengra niður en þangað, þegar vatns- magn hennar liefir á annað horð minnkað svo mikið, að upp- sprettuvatnið er orðið verulegur hluti af árvatninu. Hér að framan hefi ég gert grein fyrir þeirri skoðun minni, að slaðhættir og veður séu fullnægjandi skýring á þurrðinni i llvítá og Ölfusá 11. nóv. s. 1. Þá er eftir að fara nokkrum orð- um um fyrri þurrðir, sem sögur fara af, og mun ég geta þeirra i öfugri timaröð. Þeirra varð allra vart hjá Árhrauni og flestra aðeins þar. Næslsíðasla þurrðin, sem i frásögur þótti færanri, var 29. fehrú- ar árið 1924. Séra Magniis Ilelgason, skólastjóri, hefir sagt vel frá þeim athurði i grein í Tímánum 5. apríl sama ár, og skal þvi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.