Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 28
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN orminn, þótti eins vel geta komið til mála, að vatnið hyrfi úr ánni í hraunið fyrir auslan liana. Engum mun þykja þessi skýring sennileg, og þegar staðhættir eru athugaðir, er hún með öllu frá- leit. En þar sem aldrei hefir, mér vitanlega, verið leitazl við að i-ökstyðja hana, er ástæðulaust að eyða að lienni fleiri orðum. Nú i tveimur síðustu þurrðum Hvítár var loks komizt að raun um, að áin minnkaði alls staðar fyrir neðan Arhraun. Ekki er að el'a, að svo hefir einnig verið i fyrri skiptin. Það vai' aðeins að þakka hættum samgöngum, símanum og aukinni forvitni manna um náttúrleg fyrirbrigði, að þurrðarinnar varð víðar vart í tvö síðustu skiptin. Áður hefir verið bent á, að staðhættir ráða mjög niiklu um það, hve mikið ber iá vatnsmagnsminnkun í á, og siðar í þessari grein verðm- sagt frá dæmi um það, að grunnstingull eða krap getur hækkað svo yfirborð lítillar sytru í árfarvegi, að eng- inn laki eftir öðru, en að þar sc öll áin (shr. hls. xx). Að lokum skal sagt lítið eitl frá þurrðum í tveimur ám öðrum til samanhurðar og nánari skýringar á þessum fyrirbrigðum. Litla_Laxá er smáá i Hrunamannahrepp. Meðalvalnsmagn hennar á að gizka 5 ms iá sekúndu. Síðastliðinn 26. okt. þornaði Litla-Laxá á milli Grafarbakka og Hvamms, Daginn áður hafði hún verið fremur vatnslítil, en þó ekki nærri eins og liún verður minnst í sumarþurrkum. Þá var frostlaust frain undir kvöld, en kólnaði þá snögglega. Lofthiti á Hæli var: kl. 7 1.5°, lcl. 12 1.5° ög kl. 17 -4-2°. Að inorgni hins 26. kl. 8 sýndi hitamælirinn í Hvainmi -45° (á Hæli -4-4.4°), og þá var Litla-Laxá horfin á Grafarbakkavaði. Eg gekk yfir farveginn í venjulegum lágum götuskóm og þurfti ekkert að stikla. Hyljir og álar voru sléttfullir af va.tni, en þar sem botninmn hallaði, seytl- aði aðeins á milli steina i mölinni. Ofan við þetta vað rennur hveravatn i ána, og því leggur liana þar aldrei. Ég gekk af forvitni stuttan spöl með ánni upp fyrir mynni hveralækjanna. Þar fyrir ofan var nokkurn veginn jafnliátt í ánni og verið hafði daginn áð- ur, a. m. k. 1 km kafla. Öllu lengra sá ég ekki upp eftir henni og hafði því miður ekki tíma lil að ganga lengra. Auðvitað hefir vatnsmagnið minnkað h. u. h. álíka mikið i þessum kafla og neðan við hvérina, en sú örlitla vatnsseytla, sein eftir var af ánni, var svo uppbólgin af ísskörum og grunnstingli, að vatnsborðið hafði ekkert lælckað. Ekki var áin freniur stifluð á einum stað en öðrum, vatnsborðið var því sem næst alls staðar, þar sem ég sá til, í meðalhæð. Sums staðar var skænt yfir ána, en víðast var þó opin

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.