Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 54
46
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
S. Suðurland friá Reykjanesfjallgarði að Eystra Horni.
í hálendinu læt ég sýslumörk og vatnaskil ráða mörkum milli
landshluta. Þannig tel ég Möðrudals- og Brúaröræfi austan Jökuls-
ar á Fjöllum og Kreppu til Austurlandsins. Á Kili læt ég vatnaskil
ráða milli Norður- og Suðurlands.
Aðrar skammstafamr:
Á. L. Áskell Löve.
B. J. Baldur Jolmsen
Dav. Sig. Davið Sigurðsson.
Falk P. Falk (Englendingur).
F. G., G. G. Finnur Guð-
mundsson og Geir Gígja.
G. G. Geir Gígja.
G. M. Guðbrandur Magnúss.
Hadac E. Hadac (Tékki).
H. Jón Helgi Jónasson.
I. D. Ingólfur Davíðsson.
I. Ó. Ingimar Óskarsson.
J. N. J. Jón N. Jónasson.
O. & G. The Flora of Iceland
and the Faeroes hy C. H. Osten-
feld & Johs. Gröndtved.
í Flóru þeirra Ostenfelds og Gröntveds er vitnað án þess að nán-
ar sé getið um finnanda.
Eins og skráin ber með sér hefir margt bætzt við um útbreiðslu
hinna sjaldgæfari tegunda síðan Flóra íslands kom út, og aulc þess
nýjar tegundir bætzt í hóp hinna fyrri. Nýju tegundirnar, sem tald-
ar verða með fullri vissu eru 15. Þar við bætast tvær, sem ekki
verða taldar fullvissar, Myosotis palustris og Pyrola uniflora, enda
þótt eg telji a. m. k. þá fyrri örugga, en tvær eru sennilega slæð-
ingar Stellaria graminea og Veronica arvensis, en sú fyrri er fylli-
lega ílend. Alls eru þá tegundirnar 19, sem telja má að við hafi
hætzt. Mörgum þeirra liefi ég lýst áður í Náttúrufræðingnum IV.
ári. Þá liafa og bætzt við 3 ný afbrigði.
í einstökum landshlutum Iiafa tegundir fundizt, sem þar voru
áður ókunnai', sem liér segir, S. 18 teg, SV. 4, NV. 17, N. 5 og
Au. 26 auk nýju tegundanna.
Þá vil ég að lokum enn beina þeirri ósk lil allra, sem einhverju
geta hér við aukið að lála mér þær upplýsingar í té.
Grein þessi var í fyrstu fullsamin i árshyrjun 1941 eftir þeim
gögnum, sem ég hafði þá handbær. Árni Friðriksson fékk síðan
Ingólf Daviðsson magister til að líta yfir hana, og bætti Iiann við
nokkrum tegundum hæði af því, sem hann hafði sjálfur fundið og
eftir heimildum, sem hann hafði, og benti einnig á nokkur fleiri
rannsökuð svæði eða nr. 23—26. Kann ég honum beztu þakkir
fyrir. Á árinu sem leið birtust síðan allmargir flórulistar, og hefi
ég innlimað úr þeim i grein þessa það, sem máli skiptir. Hinsvegar