Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 20
12
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sem hér er um að ræða: Jafnvel þótt hækkunin skipti fáum senti-
metrum, hlýtur áin að þvei-ra stórkostlega Iiið neðra.
En eftir er að gera greiri fvrir þvi, livað hækkuninni veldur.
- Að þessu sinni var það eflausl hæði stormurinn og krapið,
einkum krapið, eins og nú skal skýrt frá.
b. Stormurinn. Þégar stormur æðir yfir vatnsfleti, verður nún-
ingsmótstaða á milli vatnsins og loftsins. Loftstraumurinn (vind-
urinn) Ieitast við að hrífa vatnið með sér i sömu ált og hann fer.
Vatnsflöturinn ýfist, og evkur það enn átak stormsins. Áhrifa
stormsins gætir þó aðeins á efsla vatnslagið. Af þessum völdum
myndast eins konar yfirborðsstraumur undan vindi í stöðuvötn-
um. Við það hækkar í vatninu þeim megin, sem vindur stendur
á land. Sú hækkun er þó venjulega svo lítil, að hennar gætir
sama og ekki neitt. Því veldur djúpstraumur, sem hýtur að mynd-
ast i gagnstæða átt við yfirborðsstrauminn. í djúpu vatni mynd-
ast djúpstraumurinn í miklu þykkara vatnslagi en yfirborðs-
straumurinn, og kemst þar á jafnvægi á milli þessara straumá,
áður en nokkur mælanlegur lialli verður á vatnsfletinum. Sé
vatriið aftur á inóti grunnt, torveldast endurrennsli vatnsins jneð
botninum á móti vindi, og getur þá lækkað verulega í vatninu
öðrum megin (þar, sem vindur slendur af landi) og hækkað hin-
um megin (þar, sem vindur stendur á land), áður en jafnvægi
kemst á. Dæmi þéssa eru alkunn hæði frá sjó og stöðuvötnum,
cn einungis ])ar sem nokkurt útgrynni er.
Athugum þessu næst, hver áhrif hvassviðris muni vera á
straumvatn, sem rennur á móti vindi. Stormurinn tefur framrás
catnsins á yfirborðinu, dregur úr strauminum. Það hækkar í
ánni, þangað til framrennslið niðri í djúpinu hefir aukizt að sama
skapi og yfirborðsstraumurinn tafðist. Á meðan þessu fer fram,
minnkar vatnsmagn árinnar, en fer aftur i samt liorf, um leið
og jafnvægi kemst á. Haldist straumurinn þá áfram, verður
vatnsmagn árinnar óbreytt frá þvi, sem l)að var fyrir storminn,
en samt stendur vatnsborðið hærra. Það er einsætt, að hin tefj-
andi áhrif stormsins á framrennslið verða því meiri, sem áin
er breiðari og grynnri: Aukin hreidd gerir stærri átaksflöt
stormsins, og minnkað dýpi gerir minna svigrúm hins aukna
djúpstraums til þess að vega á móti töf yfirborðsstraumsins.
Hvássviðri og jafnvel ofviðri hafa engin sjáanleg né mælanleg
ahrif á vatnsmagn ár, sem rennur þröngt eða er aðeins meðal-
breið að tiltölu við vatnsmagn. En þar sem svo hagar til, að áin
verður sérstaklega breið og er um leið grunn, eins og oft fer sam-