Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
21
vök í miðju. Seinna þenna morgun iiafði ég tal af fólki, sem
farið liafði yfir ána í bíl á vaði nokkur bundruð metrum fyrir ofan
mynni hveralækjanna, aðeins hálftíma fvrr en ég gekk liana þurr-
um fótum neðan við hverina. Ég spurði, hvernig áin hefði verið
og fékk það svar, að hún laefði verið rélt eins og daginn áður, jafu-
djúp og þá. Saml er það augljóst, að vatnsmagn hennar hefir ver-
ið nokkurn veginn hið sama á bílavaðinu og á Grafarbakkavaði,
þ. o. sama sem ekki neitt. Vísast er, að enginn hefði tekið eftir
þessari þurrð i Litlu-Laxá, ef eklci befði viljað svo til, að ég átti
ieið yfir hana milli Hvamms og Grafarbakka meðan á þurrðinni
stóð.
Um bádegisbil þenna sama dag (26. okt.) fór ég yfir Ölfusárbrú.
Þá var Ölfusá vatnsminni en ég hef nokkurn tíma séð liana áður.
Taldist mér svo til, að vatnsborð hennar undir brúnni væiá um
10 cm lægra en það var tveimur dögum áður, er ég fór þar austur
vfir. Þessi frostnótt bafði þvi einnig dregið mjög úr vatnsmagni
(Ufusár.
Fná þessu atviki er hér einkum sagt tii dæmis um það, að fram-
j ennsli vatnsfalla getur því nær alveg stöðvazt, án ])ess að eftir
því verði tekið á bæjum, sem standa á árbakkanum, og jafnvel af
fóllci, sem fer yfir um þau á vaði. Slíkar þurrðir af völdum frosts
eða fannkyngis verða þvi eflaust miklu oftar en af er látið. Þarf
hreint og beint sérstaka staðbætli til, að nokkuð beri á þessum
þurrðum. Hjá Hvammi er það hverunum að þakka, að þurrðanna
verður vart, og hjá Árhrauni sérstökum staðháttum, sem þegar
hefir verið lýst (bls. xx).
Áður var á það drepið (bls. xx) að Litla-Laxá liefði einnig þorn-
að 11. nóv. s. I., sama daginn og Hvítá þvarr hjá Árhrauni og neðar.
Undarleg tilviljun væri það, ef orsök þurrðarinnar í annarri lánni
væri öll önnur en i hinni!
Ég man eftir, að Litla-Laxá liafi þornað oftar en í þau tvö skipti,
sem hér er á minnzt. Hefir þá frosti yfirleitt verið kennt um, og
þótl lítil tiðindi. Svipuðu máli mun gegna um margar smáár á
borð við Litlu-Laxá. Hitt þykja meiri tíðindi, er stórár eins og
Hvítá þorna, enda er það miklu sjaldgæfara. En Hvítá er þó ekki
svo einstök i sinni röð um þetla athæfi sem af er látið.
Þjórsá, sem er miklum mun vatnsmeiri en Hvítá (meðalvalns-
niagn Þjórsár er um 575 m3 á sek.), og hefir þorrið á alveg sam-
bærilegan hátt, og, að því er virðist, litlu eða engu miður en Hítá,
að tiltölu við vatnsmagn. Þetta bar síðast við, svo að vtiað sé, hjá
Þjórsárholti og austan við Núpsheiði 4. maí 1929. Séra Ólafi