Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 18
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hvítá hélt áfram að vaxa allan þenna dag og varð mildu vatns- meiri en hún hafði orðið mánuðum saman undanfarið. — í rökk- urbyrjun var ég reiddur frá Hömrum fram yfir Slauku (sjá kortið). Hún er lygn og djúpur ós úr Hestvatni austur i Hvílá, vað- laus, nema þar sem afrennslið dreifir sér um viðáttumildar sand- eyrar við Hvítá. Venjulega er þar ekki dýpra en svo, að kunnugur maður hafði daginn áður gefið mér vonir um, að ég kæmist þar þurrt yfir um í ökklaháum stigvélum. En nú flæddi Hvítá yfir allar eyrarnar, og við riðum í stóran boga út í hana fram undan ós- mynninu. Var það langur vaðall, og vætti kviðinn, þar sem dýpst var. Nú var öfugur straumur í Slauku, vatnið streymdi úr Hvítá inn í Hestvatn. Þetta kvað oft koma fyrir, þegar Hvítá vex mikið og snögglega. I Vatnsnesi var fullyrt, að ekki Jiefði hækkað vitund í Hestvatni á ofviðrisdaginn (11. nóv.). Þess var nú ekki heldur að vænta, því að ekki var tekið að hækka í því ennþá þenna dag (14. nóv.) og nú Iiafði Hvítá þó streymt þar inn (um Slauku) í nokkrar klukku- stundir a. m. k. Og nú var áreiðanlega meiri hækkun í Hvítá (af vatnavexti), en orðið hafði (af krapi og veðri) í ofviðrinu. Sunnudaginn 15. nóv., síðasta dag ferðar minnar, var meiri vöxtur í Ölfusá lijá Selfossi en ég hef séð í nokkurn tíma annan, en ekki þótti þeim, sem kunnugir voru, það neinn ofsavöxtur. Ekki veit ég, hvort áin var þá enn að vaxa eða var tekin að minnka aftur. Þenna dag var fro.st og lireinviðri. Kraphrönnin á eyrum Hvitár, sem sagt var frá hér að framan, sýnir ótvírætt, að nokkuð hefir hækkað í ánni, a. m. k. sums stað- ar, á svæðinu frá Hömrum upp fyrir Iðu, samtímis því, að hún Jwarr fyrir neðan Árliraun. Liggur því beint við að ætla, að ór- vatnið liafi safnazt saman fyrir ofan Árhraun og því runnið minna fram en ella. Að mínum dómi er enginn vafi á því, að það, sem tafði framrennsli árinnar fyrir ofan Árhraun, var að nokkru leyti stormurinn, en að miklu meira leyti krapið, hvort tveggja samfara einkar hentugum staðháttum til þess að valda slíkum töfum. Á næstu blaðsiðum mun ég leitast við að rökstyðja þessa skoð- un mina og geri þá grein fyrir áhrifum hvers einstaks hinna þriggja aðila. a. Staðhættir. Ofan við Árhraun er Hvítá mjög breið og lygn á 15 km löngu svæði (upp að Iðu; sjá kortið. Breiddin er viða um

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.