Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 6
140
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
l'jölda tegnndanna. 2. Mæla live liátt hver tegnnd vex yfir sjó.
Þar, sem þetta hvorutveggja heimtar mikla nákvæmni, þá hefi
ég venjulegast ferðast fótgangandi á sjálfu rannsóknarsvæðinu,
Það er því ekki að furða, þó lítið hafi unnizt hvert árið, og það
því fremur sem landið er víða torvelt til rannsókna, sér í lagi há-
lendið. Ég liefi ekki síður lagt áherzlu á háfjallaathuganir en lág-
lendis, því þar er einnig að vænta fáséðra tegunda. Enda verður
ekki hjá fallgöngum komizt, ef framkvæma á tíðar rannsóknir.
En í þessu tilliti hefir óblíða veðráttunnar orðið mér stundum
þung i skauti.
Þegai- svo er komið, að allar landsins byggðir og óbyggðir hafa
\erið nákvæmlega yfirfarnar á þennan liátt, þá fyrst, en ekki fyrr
höfum við fengið viðunandi þekkingu á liáplöntugróðri landsins,
og getum þá fyrst farið að rökræða um landnám og útbreiðslu-
leiðir tegundanna okkar. Sennilega erum við enn ekki komin svo
langt, að við þekkjum til hinztu tegunda æðri plöntur þessa lands.
Og tivað mun þá vei’a um hinar lægri ? Tvo síðusu áratugi hefir þó
mikið skipazt í þessum efnum, þar sem að minnsta kosti 19 nýjar
íslenzkar háplöntur liafa fundizt. Af þeim hefi ég fundið 8 teg-
undir, og skal ég stutllega geta um fund hverrar fvrir sig, og í
þeirri tímaröð, sem þær eru fundnar.
/. Stellaria graminea L:
(Akurarfi).
Sumarið 1923 tók ég fyrst eftir þessari plöntu. Óx hún í stórum
stíl í brekkum niður frá liúsi þáverandi héraðslæknis Steingríms
Matthíassonar. Leit ekki út fyrir annað, en plantan liefði vaxið
þarna um margra ára skeið. I íslandsflóru sinni frá 1881 getur.
Chr. Grönlund þess, að þessi sama tegund hafi vaxið á Akureyri
1861; er því eklcerl ósennilegt, að hún sé allt að því aldargamall
innflytjandi, enda þótt heftnar sé ekki getið í Flóru íslands eftir
Stefán Stefánsson. Nú hefir tegund þessi fundizt á allmörgum
slöðum, bæði norðanlands og sunnan, og berst hingað sennilega
árlega með grasfræi. Er hún því orðin góður og gegn íslendingur.
2. Equisetum silvaticum L.
(Skógarelfting).
Tegundina fann ég fyrst sumarið 1925 í allháu birkikjarri í
Heydal inn frá Mjóafirði við ísafjarðardjúp. Fann þar aðeins fá
eintök. Siðan hefi ég livergi á ferðum mínum getað fundið teg-