Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 12
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN blaðkan er mjórri, smáblöðin færri og breiðari og gisstæð neð- antil, og plantan öll hárlaus. Fundarstaður er Hornafjörður. Niður og i norðvestur frá Ketillaugarfjalli eru stuðlabergsklettar, er Jiefnasl Stúfur. Undir bonum er hálfgróin urð. Helzti háplöntugróður, sem finnanleg- ur var í urðinni var fyrrnefnt afhrigði ásamt klettafrú (Saxi- fraga colijlexlon). Saxifraga rivularis L. f. cacuminum Norm. Fundið norðan Fossái-dals á Þelamörk, 900—1000 m. y. s. sumarið 1938. Þetta er mjög smávaxið háfjallaafbrigði, sem aðeins þekkisl frá fjalllendi Norður-Skandinaviu. Stofnblöð 3-sepótt á lengd við stöngulinn, sem oft er ekki meira en 1,0 sm á bæð. Krónu- blöðin rósrauð. Saxifraga cernæa L. X rivularis L. (Syn. S. Opdalensis A. Bl.). Hér er ekki um afbrigði að ræða, heldur millilið (hastarð) tveggja tegunda: Laukasteinbrjóts og lækjasteinhrjóts. Plantan ber glögg einkenni beggja foi-eldranna: Stönglarnir 2,0—3,0 sm báir, hárlausir neðantil, oftast margir saman á einni rót, með laukknöppum við stofninn og laukkornum i blaðöxlunum. Blöð- in 5-sepótt. Krónublöðin gulleit — í mesta lagi helmingi lengri en bikarinn, sem er kirtilhærður neðantil ásamt blómstönglun- um. Blómið lítið, hálfyfirsætið. Utlit blómsins minnir því sérstaklega á lækjarsteinbrjót (S. rivularis). Fundinn í sama skipti og á sömu stöðvum og síðar nefnt af- brigði. Bastarður þessi hefir aðeins fundizt á örfáum stöðum i nánd við Þrándheim og Torne á Lappamörk. Eðlilega hafa fjölmargir nýir fundarstaðir fágætari tegunda komið í ljós við hiriar ýtarlegu rannsóknir mínar á einstöku hér- uðum, og hefi ég birt á prenti meirihluta þessara fundarstaða. Er þá að finna í skýrslum mn hið íslenzka Nátúrufræðifélag eftirtöld 4 félagsár: 1925—’'26), 1927—’'28, 1931—’'32 og 1935—’'36, og sleppi ég þvi að endurtaka þá hér. En auk þeirra, sem þar eru tilfærðir eru ýmsir fundarstaðir, sem aldrei hafa birzt á prenti og tel ég viðeigandi, að þeir fylgi ritgerð þessari. Einnig er skýrt frá útbreiðslu fáeinna tegunda frá áður þekktum stöðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.