Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 Flnnur Guðmundsson: Sannleikurinn um hnegg hrossagauksins. í síðasla hefti Náttúrufræðingsins er grein eftir Steinþór Sig- urSsson magister um hnegg hrossagauksins. í greiii þessari skýr- ir Steinþór frá ]>ví, að hann hafi tvisvar heyrt hrossagauk hneggja á jörðu neðri, og er þar lýsl nánari atvikum í saiubandi við það. Þessi grein hefir gefið mér tilefni til þess, að segja hér í stórum dráttum frá skýringum þeim, sem fram liafa komið á hneggi hrossagauksins og rannsóknum þar að lútandi. Hnegg hrossagauksins liefir að vonuni frá upphafi vakið mikla athygli, hæði meðal lærðra manna og ólærðra, og margir hafa fengizt við að skýra þetla einkennilega hljóðfyrirbrigði. Skýring sú, sem nú er almennt viðurkennd, á sér því langa forsögu, því að mikið liefir verið deilt og mikið ritað um þetta mál. Smám saman liafa þó hleypidómar og ágizkanir gripnar úr lausu lofti, orðið að vikja fyrir staðreyndum og óvéfengjanlegum, vísinda- legum athugunum, og athuganaskekkjur og ályktanir, dregnar af röngum forsendum, liafa verið leiðréttar hver af annarri. Það kann að virðast harla einkennilegt, að upphaflega setli al- menningur i ýmsum löndum lmeggið alls ekki í samhand við hrossagaukinn eða yfirleitt nokkurn fugl, heldur einhverja yfir- náttúrlega veru, og óþekk börn voru hrædd með himingeitinni eða himinhrossinu, sem alls konar þjóðsagnir og þjóðtrú mynduðust um. Snemma var þó náttúruvinum og veiðimönnum kunnugt um, að lmeggið stafaði frá hrossagauknum, en allir gengu þeir út frá því sem vísu, að fuglinn framleiddi ldjóðið með raddfærunum. Fyrir þessa menn voru því engar óráðnar gátur i sambandi við þetta mál. En árið 1804 kemur Johann Andreas Naumann eða Naumann eldri, sem var þýzkur bóndi og fuglafræðingur, fram með þá kenningu, að lirossagaukurinn framleiði hneggið með vængjun- um. Taldi hann að hneggið myndaðist við hraðar sveiflur flug- fjaðraoddanna, þegar fuglinn léti sig falla niður á við í loftinu með útþanda vængi. Þessi kenning varð til þess, einkum eftir að sonur gamla Naumanns, Johann Friedrieh Naumann eða Nau- mann yngri, sem einnig var frægur fuglafræðingur, hafði skipað sér í fylkingarbrjóst þeirra, er héldu fram þessari kenningu, að

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.