Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 40
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um. Sumar mannasetningar reynast rangar og missa sitt sann- leiksgildi. Aðrar verða ekki hraktar með rökum, þær miða í átt- ina til þess rétta, að þeim liníga fleiri og fleiri ný rök, þær verða að rökstuddum kenningum. Þannig birtast oss tögmál náttúr- unnar, lögmálin, sem tilveran er bundin, í það minnsta eins og vér skynjum iiana. Margar af kenningum Aristotelesar, skólaspekinganna og mið- aldakirkjunnar um gerð og eðli alheimsins hafa reynst rangar. Þeim hefir verið kollvarpað af öðrum nýrri kenningum, sem standa sannleikanum nær og byggðar eru á nákvæmum rann- sóknum og rökréttri hugsun, en ekki á dulrænum skýringum. Vér skulum þó ekki líta svo á, að vér höfum þegar höndlað allan sannleikann. Nei, fjarri þvi. Vér höfum aðeins nálgast hann. Ingólfur Davíðsson : Daglegt brauð II. Á miðöldum var Evrópa víða næsla strjálhyggð. Skæðar sóttir lijuggu öðru hvoru stór skörð í fólksfjöldann og oft svarf liung- ur fast að þjóðunum. Fyrir svarta dauða voru aðeins taldar 4—5 milj. manna á öllu Englandi. Það var ekki fyrr en í lok 17. ald- ar að verulegur skriður kom á fólksfjölgunina. Fóru menn að' óttast fólksfjöldann. Framleiðsla landbúnaðarvara var lítil og iðnaður á unglingsárunum. Fólkið leitaði til borganna svo til vandræða horfði. Þá kom enski presturinn Mallhus fram á sjón- arsviðið. Það er ofmargt fólk i heiminum, sagði hann, brátt vant- ar mat handa því að eta. Sá sem ekki getur séð börnum sínum. sómasamlega farborða, má engin afkvæmi eignast. Tvö börn er nægilegt fvrir meðal fjölskyldu. I fám orðum sagt: það verður að takmarka fólksfjölgunina, svo að þjóðirnar farist ekki úr hungri. Kenningar iprestsins vöktu miklar deilur víða um heim eins og vænta mátti. Síðan hefir fólksfjöldinn samt margfaldast, en þrátt fyrir það er minna um hungur og neyð i Evrópu heldur en á dögum Mallhusar. Hrakspár hans rættusl ekki, þvi að matar- framleiðslan hefir vaxið miklu gífurlegar en hann gat órað fyrir. Engu að síður vakti hann menn til gagnlegrar umhugsunar og skoluðu öldurnar, sem kenningar hans vöktu, ýmsu nytsömu á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.