Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 43
NATTÚRUFRÆÐINGURINN 177 bráðþroskaðri en fyrr tiðkaðist. Er nú korn ræktað æ lengra norð- ur á bóginn og telja Svíar hagnaðinn af kynbótunum nema mörg- um miljónum króna á ári hverju. Danmörk er einnig i fremstu röð jurtakynbótalanda. Hafa Danir kynbætt ýmsar yrkiplöntur og jafnvel skógartré. I Þýzkalandi er Miinchebergstofnunin fræg og í fararbroddi. — Vínviðurinn er æði kvillagjarn. Einlcum ásækja mélsveppir hann mjög. Vínviðurinn er úðaður eða dreift á liann dufti til varnar sveppunum. En aðferðin kostar allmikið fé og grefur ekki fyrir rætur meinsins. Þess vegna er reynt að framleiða vín- við, sem mélsveppirnir vinna elcki á. Ameríski vínviðurinn stenzt sveppinn vel, en vínber lians eru hvergi nærri jafnokar Evrópu- vínberjanna. Eru gerðar miklar tilraunir til að sameina með víxl- frjóvgun þetta tvennt, ónæmi ameríska vínviðarins og berjagæði frænda hans í Evrópu. í Múnchelærg og víðar er af alefli reynt að framleiða bráð- þroska kartöflur og tómala. Hafa verið sóttar kartöflur iiátt upp í Andesfjöllin, hið forna heimili kartaflanna. Þær eru bráðþroska mjög en smávaxnar og gefa litla uppskeru. Er nú reynt að fá góða kynblendinga út af þeim og stórvöxnum, seinvaxnari teg- undum. Stöðugt er unnið að því, að framleiða með kynbótum mygluhraustar kartöflur, enda er myglan víða versti fjandi kar- töfluræktunarinnar. Heyrst liefir að Svíar séu í þann veginn að finna lausn á málinu, en ekki veit ég fullar sönnur á því. Flestir munu þeklcja úlfabaunir (.eða lúpinur). Á íslandi eru þær einkum kunnar sem blómauðgar og liávaxnar skrautjurtir. Erlendis eru þær alkunnar áburðarjurtir. Á rótum þeirra og ann- arra belgjurta, t. d. smárans, lifa bakteríur, sem mynda lmúða á rótunum og vinna köfnunarefni úr loftinu. Belgjurtirnar bera þannig beinlínis á og auka þroska jurtanna, sem hjá þeim vaxa eða á eftir þeim. Úlfabaunirnar eru plægðar niður til að bæta jarðveginn (þ. e. ræturnar gera það). En það sem ofanjarðar er,, kemur að litlum notum sem fóður, því í þvi eru bitur efni og jafn- vel eitur. Stundum finnast samt eiturlausar úlfabaunir meðal hinna eitruðu. Þjóðverjum hefir nú tekist að einangra þær, hreinrækta og kynbæta, svo að i framtíðinni verða eiturlausar úlfabaunir lík- lega mikilvægar fóðurjurtir. Þetla eru aðeins örfá dæmi til að sýna hvað þau vísindi, sem Mendel lagði grundvöllinn að, hafa fengið áorkað. Mörgum og miklum stórvirkjum hafa þau hrundið í framkvæmd. Um sigrana í áburðarvísindum er áður rætt. Áburðarfræðin og erfðafræðin

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.