Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 4
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Fimmta gosið verður 1580. Þá er nafnið Kötlugjá fyrst tengt við gosstaðinn. Rann jökulhlaupið fram urn Álftaver og tók nokkra bæi. Sjöttu gosið verður 1625, og er til nákvæm lýsing af því eftir Þor- stein Magnússon, klausturhaldara, í Þykkvabæ. Varð öskufall mikið, en skemmdir ekki stórkostlegar. I sjöunda skipti kom eldgos úr Kötlugjá 3. dag nóvembermánaðar 1660. Steyptist þá ógurlegt vatnsflóð fram um sandinn allt vestur í Kerlingardalsá. Segir Sveinn Pálsson, að hlaup þetta hafi gengið 49 föðmum hærra upp í Múlann austan við Höfðabrekkubæinn en áður voru dærni til. Eftir þetta fjaraði hlaupið nokkuð, og héldu menn, að hættan væri liðin hjá. En hinn 9. vóv. kvað við brestur mikill, og því næst kom jökulhlaup, sem sópaði algerlega burtu bænum og kirkjunni með öllum skrúða og tilfæringum. — Þá var útræði frá Skiphelli rétt vestan við bæinn á Höfðabrekku, og féll sjórinn þar upp að og sömuleiðis að Víkurklettum, en nú er þaðan langur vegur til sjávar. í áttunda skipti gaus Katla 11. dag maímán. 1721. Varð svo mikið hafrót, er flóðið steyptist til sjávar, að túnið á Víkurbæjunum stór- skemmdist, og er það þó tuttugu föðmum yfir sjávarmál, segir Sv. P. Bátar skemmdust í Vestmannaeyjum. Öskuna lagði mest norður á bóginn, og varð myrkt um hádag á Norðurlandi. Þá tók af bæinn í Hjörleifshöfða. — Níunda gosið hófst 17. okt. 1755, litlu fyrir liádegi, en vatnsflóð- ið kom ekki fram fyrr en nóttina eftir. Þegar hlaupið kom, voru 4 menn að höggva skóg í Hafursey. Höfðust þeir í 6 daga við í helli þeim, er Sel heitir og mun vera suðvestan til í eynni. Sáu þeir enga dagsbirtu í fjóra daga. Tíunda gosið hófst 26. júní 1823. Þessu hlaupi lrefur Sv. Pálsson o. fl. lýst nákvæmlega. Gosið stóð yfir fram í lok júlímánaðar, en hinn 23. ágúst tók Jón prestur Austmann á Mýrum í Álftaveri sig upp við fjórða mann og gekk á Mýrdalsjökul til að „njósna um ásig- komulag þeirrar nafnkenndu Kötlugjáar“, eins og hann kemst að orði. Þeir félagar riðu upp að Sandfelli, en gengu þaðan eftir snjó- berum hrygg upp með Kötlujökli. En vegna þess, hve jökullinn var sprunginn, komust þeir ekki skemmstu leið að gjánni. „Leituðum við því upp á hæsta fjalltindinn norðan til við gjána — — — Þar eru annars fjórir klettatindar í röð frá austri til vesturs af blökku hellu- grjóti, og fann eg þar hrafntinnutegund (Obsidian). Sá næsti þeim vestasta var hæstur. Þar námum við staðar og hlóðum vörðu stóra á honum og einum hnúk til. Þaðan var víðsýnt ofan yfir gjána--

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.