Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
155
frá Miðdal hefur grafið upp nafnið á dal þessum eða gjá lijá Þor-
steini í Háholti, langminnugum manni og margfróðum.
Gjáin er býsna tilkomumikil og stórskorin. Entukollur er úr rnola-
bergi og efst úr láréttum sandsteinslögum. Efst er kollurinn þakinn
vikurgjalli, en yzt á vesturbrún hans er greinileg jökulalda, og sýnir
það, að jökullinn hefur numið við brún hans, þegar vikurinn féll
eða eftir það. Síðan hefur jökullinn þynnzt 50 m. eða meira. Ekki er
auðið að vita, hvenær þetta gjall féll á hnúkinn. Þó mætti vel ætla,
að það liafi verið 1918.
Um kl. 16, er við snerum til báka, gerði allt í einu dimmt muggu-
él á okkur, svo að færið sjiilltist. En er við komum að sleðanum,
um kl. 18, birti altur og gerði glaðasólskin.
Við liéldum nú áfram vestur á bóginn og lentum í miklum hliðar-
lialla norðvestan í Goðabungu. Allt komst þó klakklaust af, og kl.
hálf átta voru við komnir í snjóhúsið, j:>ar sem okkur dvaldist svo
lengi í ferðabyrjun. Við grófum nú niður úr hellisgólfinu, unz kom-
ið var á mjög hart hjarn eða öllu heldur jökulís. Má ætla, að hjarn-
mörk jökulsins hafi verið um þetta bil sumarið 1942. Nú var þarna
300 cm. þykkur snjór frá síðasta vetri — 1942—43. Hæð íshellisins
reyndist vera 1245 y. s.
Um kvöldið héldum við áfram vestur á Fimmvörðuháls og kom-
uni þangað kl. 1 um nóltina. Lá leið okkar eftir mjóu snjóhafti
norðan i „múlanum" — austurenda Eimmvörðuháls — og var þar
hliðarhalli allmikill. Þarna endar Mýrdalsjökull. — Vestan við „múl-
ann“ beygir hálsröðullinn dálítið til suðurs og verður þar allmikill
sporöskjulagaður botn, snjólaus að mestu nema fram með norður-
jaðrinum. Úr botni þessum kemur vestri kvísl Skógaár og fellur
fram úr lionurn gegnum þröngt gil rétt austan við skíðaskálann.
Áður mun botn þessi hafa verið fullur af jökli og það til skamms
tíma. Vestan í hann gengur skriðjökulssporður úr Eyjafjallajökli
Mánudaginn 2. ágúst vorum við urn kyrrt í skálanum og brifum
þar til, en aðkoma var þar hin lnaklegasta. Enn fremur mældi Stein-
þór umhverfi skálans, ákvað hæð hans yfir sjó o. s. frv. Stendnr skál-
inn í 1040 m. hæð.
Um kvöldið héldum við af stað með bakpoka, svefnpoka okkar o.
fl„ en skildum annað dót eftir í skálanum. Skömmu eftir miðnætti
vorum við komnir ofan undir brún Skógaheiðar. Þar skriðum við
í svefnpoka í graslaut einni og sváfum af nóttina.