Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 Uppch'áttur Slcinþórs Sigurðssonar af Mýrdalsjiikli. — Útjaðrar jijkulsins cftir upp- drætti herforingjaráðsins danska. vesturs og austurs. Að vestanverðu eru drög Sólheimajökuls, að aust- an hallar fyrst niður að sléttum og allvíðum jökulslakka, en þá lokast Iiann að mestu af Kötlukollunum og lijalla einum eða nefi, sem gengur norðaustur úr suðurbungunni. Er aðeins 3 km. breitt hlið milli Eystri-Kötlukolls og hjallans. Þar ryðst jökullinn fram um, brattur og úfinn. Þetta eru upptök Kötlujökuls, skriðjökulsins, sem breiðir úr sér norður og vestur af Hafursey. Nær jökuljaðarinn frá Vatnsrásarhöfði, þar sem Múlakvísl eða iillu heldur Sandvatnið kemur upp, og norður undir Sandfell. 3. Kötlujökull. Kvosin á hájöklinum er hjarnsvæði Kötlujökuls. Það er um 60 km.2 að stærð, en Kötlujökullinn — skriðjökullinn — mun vera 30—35 km.-, og er það nálægt venjulegu hlutfalli milli hjarnsvæðis og skriðjökuls. Snjókoma er þarna mikil, enda er Vík í Mýrdal úrkomusælasti staður landsins. Hinn 30. júlí 1943 var snjó- dýptin frá síðasta vetri 4 m. í h. u. b. 1350 m. hæð. Ef gert er ráð l'yrir, að snjórinn bráðni og sigi um 100 cm. í ágúst, ættu snjó- fyrningar á hjarnsvæðinu að vera 300 cm. á þykkt í 1300—1350 m. hæð. Þetta er áreiðanlega ekki of mikið í lagt, því að meiri snjór mun

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.