Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 28
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN en þá var jökullinn „skjöldóttur", eins og fyrr getur, og skiptust á blettir af hvítri mjöll og brúnum sumarsnjó. — Ryk var miklu meira á yfirborði jökulsins í ár en í fyrra. Hin mikla þykkt snjólagsins undan síðasta vetri kom okkur all- mjög á óvart. Þar sem stengurnar voru aðeins 5 m. upp úr snjó í sept. 1943, var lítil von til þess, að þær stæðu nú upp úr. Hæpið má telja, að hærri stengur standist ísingu og vetrarstorma. Var því horfið að því ráði að nota stengur þær, sem leiðangurinn hafði með sér, til að gera tir þeim „turn“, sem bæði væri sterkari og bæri betur stög en einfaldar stengur. Hófu þeir Steinþór og Einar verkfræðilegan undirbúning að mannvirki þessu. Árni Stefánsson og Franz fóru með mælingastöng upp á Kötlukoll eystri. V^ið Árni Árnason lukum við mælingu á snjólögum í gryfjunni. Mánudaginn 7. ágúst. Tjaldstaðurinn okkar er h. u. b. beint í suður frá Austmannsbungu (1375 m.) og um tveirn km. sunnar og vestar en tjaldstaðurinn var í sept. 1943, að því er Steinþóri reiknast til. Báðum megin við tjöldin — austán og vestan — eru tvær samhliða sprungur frá N lil S. Bilið milli þeirra er um 100 m. Víddin að ofan er 150—200 cm. Þær virðast myndaðar ekki alls fyrir löngu, því að sprungubarmarnir eru lítið sem ekkert afsleppir. Um 100—200 m. austan við eystri sprunguna er djúp og -víð gjá eða öllu heldur tvær sprungur, en spildan milli þeirra sigin niður um 5—10 m. Sjálf- sagt standa þessar sprungur í sambandi við landslagið undir jöklin- um. Rétt ausatn við gjá þess var „turninum“ ætlaður staður. Skammt þar fyrir austan tekur að halla hægt niður að hinum slétta jökul- slakka ofan við Kötlukverkina, sem áður var nefndur. Um daginn unnu þeir Steinþór, Einar og Árni Þ. að turninum, en við Árni Stef. og Franz tókum að grafa gryfju þar, sem turninn skyldi reistur, og þrjár gryfjur fyrir stagfestur. Voru gryfjur þessar 250 cm. á dýpt. Var hvoru tveggja — turni og gryfjum — lokið um miðnætti. Um morguninn hafði verið þoka og dálítil rigning, en stytti upp um 14-leytið og heiddi af kl. 17. Þriðjudaginn 18. ágúst. Um nóttina veiktist Árni Stefánsson af kölduflokum og verk fyrir lrrjósti. Hlúðum að honum nreð teppum og gáfunr lronum kamfórudropa. Loft var heiðríkt um nóttina og frost 2.5 st. í 100 cm. hæð frá snjó. I.áglendi allt austur undan var hjúpað bólstruðu skýjahafi. Aðeins Hvannadalslrnúkur mændi upp úr. Unr nrorguninn dreif einnig þoku á jökulinn, en birti aftur um 11-leytið.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.