Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 30
172 NÁTTÚRUFRÆBINCURINN á sumarið vegna leysingarvatns, sem seytlar niður í hann, en snjó- lögin lialda vatninu misjafnlega vel í sér eftir þéttleika. Rétt eftir hádegið mynduðust tvær nýjar sprungur, sín hvorum megin tjaldanna. Mótaði í fyrstu aðeins fyrir Jreim sem brestum á yfirborðinu. Heyrðum við greinilegan „frostbrest”, jiegar sprung- urnar mynduðust. Þær stefna SSA—NNV og mynda því um 25° horn við gömlu sprungurnar. Settum liæla, sinn hvorum megin vestari sprungunnar, negldum þverslá ofan í annan hælinn, en létum hana leika lausa á hinum og merktum stöðuna með smánöglum í hæln- um og slánni. Frá 9. ág. kl. 15 til 12. ág. kl. 18 víkkaði sprungan úr 5 mm. í 24 mm., alls 19 mm. á 42 klst., eða 2.2 nnn. á klst. hverri. I alla nótt var mikil rigning eða slydda, en stytti upp um hádegið. Lágmarkshiti 0.5 st. Kl. 15 héldum við af stað til að gera snjóvörður vegna hæðarmæl- inga á Ködusvæðinu. Við Einar settum 15 vörður með ca. 250 m. millibili frá hornpunkti rétt hjá turninum í beina stelhu á skarðið milli Kötlukollanna. Lituðum vörðurnar ýmist bláar eða rauðar með anilínlit, til þess að þær sæjust betur tilsýndar. Liggur röðin yfir nokkuð öldótta flatneskju. Steinþór og Arni Þ. fóru samtímis til að setja vörðuröð suður af hornmerkinu. Settu þeir vörðuröð þvert yfir dældina suður al' tjöld- unum og upp á hjallann að sunnan, en þverbeygðu þá austur með barminum fram á höfðann sunnan við Kötlukverkina. Norður úr barminum gengur „bunki“ nokkur allbrattur og svipaður skriðjökli að líigun. Vestan undir bunkanum er djúp kvos eða leynir, og virð- ist liann mjög nærri þeirri stefnu frá Vík, sem gosmökkurinn hefur sézt í. Austan við höfðann er annað vik miklu minna, en austan við það er jökulhöfði sá, er gengur fram að botni Kötlukverkar, gegnt Eystra-Kötlukolli. Jökull sígur fram á liöfða þennan frá Hábung- unni norð-austanverðri. Virðist engan veginn fjarstæða að hugsa sér að ísskrið úr þessari átt þrengi að kverkinni olan til, svo að jökull- inn „belgi upp“ fyrir ofan þrengslin, svo að sjónarmunur verði á neðan frá láglendinu. Mælingar á J)verskurðum þessum, sent vörðurnár voru settar á, eiga að sýna, ef teljandi breytingar verða J)ar á hæð jökulsins. Þarf því að endurtaka mælingarnar með nokkurra ára millibili. Við Einar komum heim að loknu verki kl. 22.30, en Steinjíór og Árni kl. eitt um nóttina. Um miðnætti var N-andvari, J)okuruðn- ingur á jöklinum, en sást til lofts. Hiti um frostmark. Föstudaginn 11. ágúst. Um 11-leytið lögðum við allir af stað með

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.