Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 34
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN komlega fráhrindingarkrafti sínum. Á sama hátt má meðhöndla föt, gler og önnur efni. Þess tíma er ef til vill ekki langt að bíða, þegar menn þurfa ekki lengur að óttast að verða votir, þó að þeir lendi í rigningarskúr og hafi gleymt yfirhöfninni heima. Ef fötin hafa verið látin lianga augnablik í silikon-gufu, þá hoppa droparnir af þeim jafnskjótt og regnið fellur á þau, og engin væta sýgst inn í fötin. Silikon-húðin er svo sterk, að hún þolir að fötin séu þvegin eða hreinsuð á annan liátt, svo að silikon-meðhöndlunin getur skeð í eitt skipti fyrir öll. Gluggarúður, sem fengið hafa á sig silikon-húð, haldast miklu lengur hreinar en aðrar rúður. Hver vatnsdropi fellur hér strax af en á glerinu ná vatnsdroparnir oft að þorna og skilja þá eftir óhrein- indi. Á bílrúðum gefur þessi lnið miklu lietra útsýni í regni og vondu veðri, en hér þarf þó að endurnýja húðina við og við. Ef vatns- glasi er gefin silikon-húð að innanverðu, þá veltur vatnið út úr því eins og kvikasilfur, og enginn dropi verður eftir í glasinu. Ef diskar og bollapör eru meðhöndluð á þennan hátt, getur maður sparað sér alla uppþurrkun. Silikon-húðunin á eflaust framtíð fyrir sér á óteljandi sviðum. Nú þegar er flugtæknin tekin að nota sér þessi nýju efni. Þegar flug- vél rennir sér niður í gegnum þétt regnský, þá kemur það oft fyrir, að svo mikið vatn sest á postulíns-einangrarana, sem halda loftnetinu að þeir verða leiðandi, og útvarpstæki flugvélarinnar ónothæft. Þetta má hindra með því að gefa einangrurunum silikon-húð. Vatnið lirynur þá af þeim, og útvarpið helzt ótruflað. Einn af verðmætustu eiginleikum silikonefnanna er, live vel Jrau þola liita. Einnig eru Jrau ágætir einangrarar. Sii orka, sem rafmótor getur framleitt, er að miklu leyti undir því komin, hve mikinn hita má bjóða einangrunarefninu. Ending mótorsins er einnig oft undir endingu einangrunarinnar komin. Með Jiví að taka leiðslujnæðina af venjulegum þriggja hestalia mótor og setja aðra í staðinn, sem eru einangraðir nreð silikon, má fá mótoroinn til að gefá tíu hestöfl, án Jress að einangrunin skemmist við hitann. Ef til vill verða afkiist rafmótoranna ekki alltaf Jrrefölduð, en notkun silikon-einangrunar ætti þó að hafa í för með sér verulega framför á rafmótorum. Minni, léttari og endingarbetri mótorar verða mögulegir. Þessi sparnaður á Jrunga er sérstaklega dýrmætur í flugvélum. í stórum flugvélum er fjöldi af rafmótorum, spennubreytum og öðr- um raftækjum, sem öll má gera mikið léttari með Jiví að nota silikon- einangrun. Farangurinn eða benzínmagnið getur Jrá vaxið að sama

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.