Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 44
180
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Skammgóður vermir
Meðfrara sjónum á austanverðu Tjörnesi er ströndin mjög brött,
víðast hamrar af mismunandi hæð, en neðan við þá aðeins stórgi'ýtt
fjaran. í björgum þessum verpir mikið af fýl og lunda, nokkuð af
teistu, á einum stað skarfar og svo einstöku svartbakur, hrafn og
fálki. En eins og við er að búast er sambýlið milli þessara fugla ekki
ávallt sem vinsamlegast. Hér fer á eftir frásögn sjónarvotta af ein-
unr slíkum viðskiptum, sem munu vera nokkuð sérstök í sinni röð.
Vor eitt snennna voru þeir Héðinn Olafsson frá Fjöllum, Þorgeir
Þórarinsson frá Grásíðu og Sigurjón Jónsson frá Lóni á fuglaveið-
um í björgum þessum — í svoneliidri Fjallahöfn. Kornust þeir þá
að raun um að fálki átti þar hreiður og einn eða fleiri svartbakar.
Við komu mannanna styggðist fálkinn og flaug af hreiðrinu og sætti
þá einn svartbakurinn því færi og stal einu eggi frá fálkanum og
flaug burtu með það í nefinu. En það varð skammgóður vermir fyrir
,,baksa“ því fálkinn veitti þessu strax eftirtekt, og veittist nú að ræn,-
ingjanum með allri hörku og snarræði, sem reiðum fálka er frekast
lagin. Var árásin svo hatramleg að svartbakurinn fór að háhljóða,
og missti þá auðvitað eggið úr nefinu. En er fálkinn sá það þá rendi
liann sér eftir því, náði því áður en það félli til jarðar, greip það
með annari klónni og flaug með jrað upp í hreiðrið. En hvort það
hefur komizt óskennnt þangað er með öllu óvíst. — En „baksi“ hrað-
aði sér burtu eftir þessa útreið; þótti víst ekki vistin góð í grennd við
fálkann.
Þeir sem itorfðu á atburð þennan eru að mínu áliti svo glöggir
og greinagóðir menn að ég fyrir mitt leyti efast ekki um að þeir
hafi tekið rétt eftir þessum viðskiftunr fuglanna, enda ber þeim
öllum nákvæmlega saman um atburðinn, sent skeði örskammt frá
þeim.
Lóni, 31. maí, 1945.
1 grein minni „Nokkur orð um selveiði á íslandi fyrrum og nú“, sem prentuð er
í „Náttúrufræðingnum", 3.-4. liefti 1944 eru þessar villur, sem óskast leiðréttar:
Bls. 149. 10—11 lína að neðan N. Þingeyjarsösla f. N. Þingeyjarsýsla.
— 150, 13. lína að neðan frétti f. rétti.
— 154, 8. - að ofan 1943 f 1934.
— 157, 20. — að neðan Baugastaðir f. Bangastaðir.
— 158, 15. — að neðan grjótnesi f. Grjótnesi.
Lóni, 31. maí 1945.
Björn Guðmundsson.