Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
187
Um snæugluna
Á ferðum mínum við landmælingar á árunum 1930 til 1938 varð
ég aðallega var við snæuglu á tveim stöðum. Á þessum árum ferð-
aðist ég urn mikinn hluta Norður- og Austurlands auk hálendisins.
Eina hreiðrið sem ég rakst á var norð-vestan við Eiríksjökul. Var
það sumarið 1937, seint í júnímánuði. Var unginn orðinn nokkuð
stálpaður. Á þessum stað varð ég aðeins var við þessi einu lijón með
unga sinn hjá hreiðrinu. Nokkru norðar, á heiðunum vestan
Blöndugljúfra varð ég nokkrum sinnum var við snæuglu. Ekki get
ég um það sagt, hvort þarna hafa verið margir fuglar, eða hvort það
hafi verið sami eða sömu fuglarnir sem ég sá oftar en einu sinni.
Á þessum slóðum eru allvíða á hólum háar þúfur, eins konar hunda-
þúfur, og mátti sjá vegsummerki eftir uglurnar hjá þúfum þessum
og er mér nær að halda, að þær séu til orðnar fyrir tilverknað ugl-
unnar, sem hefir vanið komur sínar á þessa staði. Sá ég oftast ugl-
urnar sitjandi á þúfum þessum.
Hitt svæðið, sem um er að ræða eru heiðarnar suður af Þistilfirði
og við Miðfjarðarárdrög. Á þessum slóðum sá ég nokkrtun sinnum
snæugiu. Einkenni voru þarna hin sömu, að á nokkrum stöðurn voru
þúfur svipaðar þeim, sem lýst var áður.
Steinþór Sigurðsson.
Stórvirkt skordýraeitur
Efnið dichloro-diphenyl-trichloraethan, eða eins og það er venju-
lega kallað, skordýraeitrið DDT er eitt stórvirkasta skordýraeitrið,
sem framleitt hefir verið til þessa. Enda þótt ekki séu nema örfá ár
síðan það fyrst komst í notkun eru þó 71 ár síðan það fyrst var
framleitt. Þjóðverjinn Otlnnar Zeidler framleiddi það lyrstur árið
1874, en ekki varð það hagnýtt fyrr en svissneskt lyfjafyrirtæki hóf
framleiðslu þess árið 1940. Var það fyrst notað til þess að vinna
á Colorado-bjöllunni, sem mikinn usla hafði gert þar í landi á kart-
öflu-uppskerunni.
Það, sem sérstaklega má telja DDT til ágætis er hve lengi það