Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 7
HERBERT MÚNKUR OG HEKLUFELL 53 fjallsgjá er þvílíkur eldsbruni, að margfaldir og tröllauknir eldstólp- ar rísa hvarvetna upp og ná allt upp í skýin, og þegar þeir hníga niður aftur, rísa ávallt aðrir í staðinn, eins og þegar ofsi æðandi báls þeytir upp eimyrju og gleypir hana á víxl, svo að himinninn virðist standa þarna í björtu báli. Enn fremur sjást standa út úr eldhnött- um þessum björg á stærð við f jöll, sem ofsi eldsins hefur tætt upp úr innyflum díkisins og þeytt af miklu afli upp í loftið, en af þyngd sinni steypast þau aftur niður í undirdjúpin. Ekki skal þess ógetið, að þessi vítiseldur brýzt stundum, þó að sjaldan sé, út yfir takmörk sín. Á vorurn tímum hefur það sézt einhverju sinni, að hann gaus upp svo ákaflega, að hann eyðilagði mestan hluta landsins allt í kring. Hann brenndi ekki aðeins borgir og allar byggingar, heldur einnig grös og tré að róturn og jafnvel sjálfa moldina með beinum sínum. Og þótt furðulegt sé frásagnar, bráðnuðu fjöll úr grjóti og jafnvel málmi algjörlega fyrir eldi þessunt eins og vax, runnu yfir landið og þöktu það, svo að dalirnir umhverfis fylltust af leðjunni og fjall- lendi jafnaðist við jörðu. En bráðnu klettarnir, sem runnu út yfir allan jarðveginn í allar áttir, dreifðust síðan, þegar eldinum slotaði, og þá varð yfirborð jarðar eins og úr marmara og eins og steinlagt stræti, og jörðin, sem áður var byggileg og frjósöm, varð að eyði- mörk. Þegar þessi ofsagrimmi eldur hafði eytt land þetta og allt, sem á því var, með óseðjandi græðgi sinni, jók liann við því enn skelfi- legra undri, að Iiann réðst einnig á hafið við ströndina, og þegar liann kom út á hafsdjúpið, tók hann að brenna og eyða vatninu með fáheyrðum ofsa, allt niður á hyldýpi. Auk þess bar eldurinn með sér í flóði sínu gríðarstór fjöll og hæðir, sem aðrir gráðugir eldslogar höfðu steypt um, sv'O að þar sem vatnið varð að láta undan síga, kom land í staðinn, og fjöllin bárust út í hafsauga. Og þegar þau höfðu fyllt sjóinn algjörlega á löngu og breiðu svæði og gert hafsdjúpið jafnt sjávarströndu, varð sjórinn að þurru landi, svo að þar sem áð- ur var vatn, varð nú fast land um 12 mílur og er ef til vill enn. Enn fremur eyddist í þessurn eldsbruna fræg borg og mannmörg, en þar var ágæt höfn við fjörð, sem eyðilagðist þó, þegar sjórinn þurrkaðist upp. Það ber og að muna, að vitað er, að þessi eilífi eldur er ekki að- eins undir rótum fjallsins, eins og áður er að vikið, heldur einnig undir mararbotni, því að oft sést eldur gjósa ákaflega upp úr hafsdjúpi hátt yfir sjávarbylgjur og brenna fiska og allt kvikt í sjónum, svo og kveikir hann í og tortímir skipum og skipverjum, nema þeir forði sér hið bráðasta á flótta. Hvað er því furðulegra en þessi furðuverk,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.