Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 8
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN eða hvað verður hugsað skelfilegra? Hver er nú svo þverbrotinn og vantruaður, að liann vilji ekki trúa því, að til sé eilífur eldur, sem þjáir sálirnar, þegar hann sér með eigin augum þann eld, sem nú hefur verið um rætt, brenna með þvílíkum ógnum ekki aðeins jarð- veg og marmarakletta, heldur og iiið ósigrandi vatn, sem vant er að slökkva aðra elda svo hæglega? En þeim, sem vilja ekki trúa eða heyra minnzt á refsingar eilífs elds, sem fyrirbúnar eru djöflinum og árum lians, verður síðan steypt í þann stað, senr þeir liirða ekki að forðast, meðan kostur er.“ Við fljótan yfirlestur ber e. t. v. mest á því fjarstæðukennda í þess- ari frásögn. En séu skornar utan af henni hjátrúarfirrur, ýkjur og ægifregnir, sem eru næsta eðlilegar með tilliti til þess, að hún er skrifuð á myrkustu miðöldum, óraveg frá íslandi, verður þó eftir kjarni með svo raunsæjum lýsingaratriðum, að ekki þarf að draga í efa, að hér er um að ræða lýsingu á raunverulegum íslenzkum eld- gosum. Og með því að hægt er að aldursákvarða frásögn Herberts, svo sem fyrr getur, er einnig hægt að ráða nokkuð í það, um hvaða eldfjöll og eldgos geti verið að ræða. Herbert nefnir ekkert eldfjall á nafn, en í endursögn sinni af frá- sögn hans tekur Alberic múnkur það fram, að það infernó, sem Her- bert lýsi, sé í fjalli því, sem Eleklufell* nefnist (in monte qui vocatur Eclafelcl), og er ekki vali á því, að hann hefur þar rétt fyrir sér, að því er snertir fyrri hluta frásagnarinnar. Það bratta fjall og geysi- mikla, sem Herbert ræðir þar um, er án efa Hekla. Hér er um að ræða eldstöð, sem gosið hefur hrauni, og það útilokar liin jökul- krýndu eldfjöll, liér virðist greinilega vera um fjall að ræða, en ekki gjá eða gígaröð, og hér er um stórgos að ræða, gos, sem ekki eru mannabyggð fjær og ekki löngu liðin („á vorum tímum“), og kemur að öllu samanlögðu ekki annað fjall til greina en Hekla, og raunar er lýsingin ekki eins ýkt og sumar þær lýsingar af síðasta Heklugosi, * Króníka Alberics, sem, eins og áður getur, mun skrifuð á fimmta áratug 13. aldar mun vera elzta heimildin yfir liöfuð tekið, sem nefnir liið fræga fjall með nafni. Bendir hún eindregið til þess, að fjallið hafi upprunalega heitið Heklufell, enda heitir það svo í flestuin fornum annálum. í Noregskróníku á latínu, sem fannst í Skotlandi og talin er skrifuð á fyrri hluta 13. aldar, er talað um „mons Casule" á íslandi, en það segja fróðir menn vera beina þýðingu á Heklufell. hað virðist hafa verið mjög algengt hér til forna, að kalla einstök áberandi fjöll fell með forskeyttu orði, er nánar lýsir við- komandi felli (SnæBlá-, Búr-). Líklegt þykir mér, að nafnið Hekla sé stytting, til- komin eftir að fjallið tók að gjósa og varð almennara umtalsefni en áður, varð „hún Hekla" (sbr. „hún Jökla“ fyrir Jökulsá).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.