Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 46
Hermann Einarsson: Sædjöflarnir Það eru kynlegar skepnur, sem vinur minn dr. Erik Bertelsen valdi sér að rannsóknarefni í doktorsritgerð,* er hann varði við Hafnarhá- skóla þann 17. jan. s.l. Með vaxandi furðu fylgdist ég með því á stríðsárunum, hvernig dr. Bertelsen tókst smám saman að greiða úr skyldleikaflækju þessarar kynkvíslar djúpsævisfiska, og ekki reyndust lífshættir kvikindanna ófróðlegri né einfaldari. Hafa margir beðið með eftirvæntingu komu þessa rits um einmanalegustu skepnur jarð- kringlunnar. Kvikindi þessi eru mörgum sjómanni kunn, annaðhvort af umtali eða af eigin raun, því þeir eru nú orðnir ófáir sædjöflarnir, sem kom- ið hafa í vörpur íslenzkra togara. Margan sjómanninn hef ég heyrt geta sædjöfulsins sem „fisksins hans Bjarna“, og má það vel til sanns vegar færa, því að Bjarni Sæmundsson fékk fyrstur vísindamanna í hendur sædjöful, sem hafði agnarlítið fiskkríli fastgróið við kviðinn, og hugði Bjarni að þetta væru ungviði fisksins. Þetta reyndist þó enn kynlegra fyrirbrigði, eins og brezki fiskifræðingurinn C. Tate Regan benti síðar á, því hér var raunverulega um karlkríli að ræða, sem lifði sníkilslífi á kviði konu sinnar. Þetta var saga til næsta bæjar, því að slíkir lífshættir voru áður ókunnir meðal liryggdýra, og síðan hefur teikning Bjarna Sæmundssonar af dverghængunum blasað við manni í flestum handbókum um fiskifræði. Sædyflin teljast öll til sjaldgæfari fisktegunda, og urðu fyrst kunn fyrir rúmum hundrað árum, að tilhlutan C. Holböll, dansks sjóliðs- foringja, sem flutti til Kaupmannahafnar þrjá áður óþekkta fiska, sem danskir fiskifræðingar fengu til rannsóknar. Reinhardt lýsti hin- um fyrsta árið 1837, það var lúsifer (Himantolophus groenlandicus). Lútken lýsti öðrum 1844. Það var sædjöfull (Ceratias holboelli), sú * The Ceratoid Fishes. Dana Report No. 39, 1951, 281 s.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.