Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 7
HVERFJALL
149
13. mynd. Neðra borðið á túffstykki því, sem sýnt er á 12. mynd. Náttúruleg stærð.
The bottom layer of the piece of tuff shown on Fig. 12. Natural size.
Ljósm. Tómas Tryggvason.
vikurmolar. Finna má í túffinu smásteina, 1—3 sm í þvermál. Túffið
er grátt að sjá, þar sem það er veðrað, en grásvart í fersku broti. Víða
er það nokkuð samlímt vegna hverahita, því að þarna rýkur hvar-
vetna úr jörðu. Túfflögin hafa upprunalega legið alveg samlægt
undirlaginu, en eru nú víða högguð, og mun það vera í sambandi
við jarðskjálfta og sprungumyndanir, en land er þarna allt gegnunr-
skorið af sprungum. Allt í kringum þessa stabba er dílahraun, senr
runnið hefur úr stórum gíg örskammt austur af þeim. í fljótu bragði
virðast stabbarnir standa upp úr hrauninu, og svo mun prófessor
Barth hafa talið, því að hann hefur birt myndir af þessum stöbbum
og segir þá vera sandlög í palagónítmynduninni (Volcanic Geology,
Pl. 21), en er ég gróf þarna smávegis sumarið 1950, kom í ljós, að
hraunið lá undir þeim, og var hér því greinilega um póstglacíalt túff
að ræða. Þarna var þá loks fundið póstglacíalt öskulag nógu þykkt til
að geta samsvarað sprengigosi því, er myndaði Hverfjall. Og grunur