Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 15
H VERFJALL
157
mældi ég nokkur jarðvegssnið meðfram austurjaðri Grænavatns-
bruna, frá Bláhvammi norður fyrir Seljahjallagil. Þar fann ég aftur
þetta svarta lag, og varð það greinilega þykkara og grófara eftir því
sem nær dró Þrengslaborgum (sbr. snið V og VI, 18. og 19. mynd).
Og í sniðum, sem ég gróf um 100 m fyrir austan Þrengslaborgaröð-
ina sunnantil, var lagið ennþá þykkara og sem fínmöl að grófleika,
en ofan á því ungur fokjarðvegur (sbr. Laxárgljúfur og Laxárhraun,
29. mynd). Austur frá Þrengslaborgum þynntist lagið og var aðeins
4 sm þykkt rétt fyrir austan Hvannfell. Hér af virtist mér auðsætt,
að þetta lag hefði myndazt í gosi því, sem myndaði gígaraðirnar
Þrengslaborgir—Lúdentsborgir og Laxárhraunið yngra, enda virtist
afstaða þess koma allvel heirn við afstöðu yngra Laxárhraunsins til
H3 í Laxárgljúfri. En eftir að hafa komizt að raun unr hinn unga
aldur Hverfjalls, fóru að renna á mig tvær grírnur, og síðasta daginn,
sem ég dvaldist í Mývatnssveit sumarið 1951, hélt ég í fýluveðri suð-
ur með Þrengslaborgum til þess að athuga nánar afstöðu þessa ösku-
lags til Þrengslaborga. Skammt frá sniði því austan Þrengslaborga,
sem áður getur, en nær Þrengslaborgum, aðeins um 30 m austan eins
af syðstu gígunum, gat ég í skorningi mælt snið það, sem sýnt er sem
VII á 18. og 19. mynd og ljósmynd er af á 20. mynd. Hér er efst um
40 sm þykkt lag af samanklesstum hraunkleprum („Schweiss-Schlac-
ken“) úr Þrengslaborgum, þetta lag gengur án skarpra marka yfir í
gjalllag, sem verður nokkru fíngerðara, er neðar dregur, og er auð-
sæilega myndað í sama gosi og hraunklepralagið, þ. e. Þrengslaborga-
gosinu, en undir þessu lagi var 13 sm þykkt lag af fremur grófri fok-
mold með þremur fíngerðum svörtum öskuröndum, og þar undir
kemur svarta fínmöluga lagið. Það er því nokkru eldra en Þrengsla-
19. mynd. Kort af umhverfi Hverfjalls. Jaðrar liraunstrauma og eldvörp samkv. ófull-
gerðu jarðfræðikorti höf. Strikuð hraun eru yngri en Hverfjallsaskan; hraun með opnum
liringum eldri cn sú aska. Hraun úr Mývatnseldum 1724—1729 eru alsvört. Gervigígir eru
táknaðir með punktum og fylltum hringum. Lega jarðvegssniðanna á 18. inynd er sýnd
með krossum og rómverskum tölum, þykkt Hverfjallsöskunnar (í sm) með arahiskum töl-
um. — Map of the surroundings of Hverfjall. Contours of lavaflows and position of craters
and crater rows according to a preliminary geological map based on author’s fieldwork.
Lava flows younger than the tephra layer from Hverfjall are shaded, those older than
that layer are designated with open circles. The lava flows from 1724—1729 are black.
Pseudocraters are designated with dots and filled circles. The soil profiles on Fig. 18 are
marked with a cross and Roman numerals; thickness of the Hvcrfjall tcphra (in cm) is
shown by Arabic numeráls.