Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 19
HVERFJALL
161
21. mynd. A: Tveir þverskurðir a£ sprengigígum á Aucklandeiði A Nýja
Sjálandi, teknir úr ritum F. v. Hochstetters. B: Sprengigígur gerður á til-
raunastofu af G. Linck. — A: Section of two tephra rings at Auckland,
New Zealand. After F. v. Hochstetter. U: Tephra ring structure artificially
produced by G. Linck. — (Úr Cotton 1944).
meira en í Heklugosinu. Það hefur því ekki verið neitt smáræðisgos,
sem myndaði Hverfjall.
Nánar um myndun Hverfjalls
Eins og fyrr getur, er Hverfjall hlaðið upp úr þunnum túfflögum,
og eru lög þessi tiltölulega jafnþykk í gígveggjunum og upp á gíg-
barm. Þessum lögum hallar alls staðar út frá gígskálinni. Nú er það
svo, þegar gígveggir hlaðast upp í sprengigosi, að gosmölin fellur
ekki aðeins utan á þá, heldur og innan á þá, og lægi gosmölin kyrr,
þar sem hún fellur niður, ætti því lögunum að halla bæði inn og út
frá gígbarminum (sbr. neðsta þversniðið á 21. rnynd). Þannig er og
lagskipunin í sumum gígum, t. d. Rauðöldum suðvestan í Heklu. En
hvernig stendur þá á því, að þetta er ekki svo í Hverfjalli? Þess hefur
verið getið til, að fjallið hafi fyrst hlaðizt upp í uppmjóa keilu, eins
og algengt er um eldfjöll, en síðar hafi efri hluti þessarar keilu
sprungið í loft upp, líkt og Monte Somma árið 79 e. Kr. Þetta myndi
geta skýrt lögun fjallsins og halla túfflaganna. En túffstabbarnir
norðaustan fjallsins hafa eins og gígveggirnir sjálfir líka lagaþykkt
neðan frá og upp úr, og ekkert sérstaklega þykkt lag er efst í þeim eða
ofar í jarðvegssniðum, eins og vera ætti, ef efri liluti Hverfjallskeil-
unnar hefði sprungið í loft upp. Sú skýring kemur því ekki til
greina. Önnur skýring væri sú, að innhallandi lögin hefðu skriðið
eða rofizt (eroderast) niður í gíginn, eftir að gosið hætti. Sú skýring
er þó ekki fullnægjandi um gerð Hverfjalls. Ef við athugum þver-
Nátlúrufrieðingurinn, 4. hefti 1952 11