Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 35
Finnur Guðmundsson:
íslenzkir fuglar IV
Fýll (Fulmarus glacialis (L.))
Fýllinn er meðalstór Cugl (þyngd 600—800 g) og ekki ólíkur mᣠí útliti. Hann á þó
ekkert skylt við máfa, því að hann telst til glöggt afmarkaðs og frumstæðs fuglaætt-
bálks, er á vísindamáli kallast Procellariiformes, en til þess ættbálks teljast einnig skrof-
an og sæsvölurnar, sem hér á landi verpa aðeins í Vestmannaeyjum.
Fýllinn er hvítur að neðanverðu og á höfði og hálsi. A baki, vængjum og stéli er
hann ljósgrár, og eru vængbroddarnir dekkstir. Nefið er grængrátt eða blágrátt, gult í
oddinn. Fæturnir eru hvítgráir, stundum með gulleitum, grænleitum eða blágráum blæ.
Lithimna augans er brún. Fýllinn mun þekktastur meðal almennings fyrir það, að hann
spýr lýsi, ef hann verður fyrir styggð eða ef á hann er ráðizt, og að af fuglinum sjálf-
um og eggi hans leggur mjög sterka og óþægilega lykt (moskuslykt). Lýsið kemur úr
kirtlum í kirtlamaga fuglsins, en um upptök moskuslyktarinnar er lítið vitað, en hún
stafar þó ekki af lýsinu eins og flestir munu halda.
Heimkynni fýlsins eru í norðanverðu Atlantshafi og Norður-íshafinu og nyrzt í
Kyrrahafinu. í Norður-íshafinu er hann varpfugl á Novaja Zemlja, Franz Jósefslandi,
Spitsbergen, Bjarnareyju, Jan Mayen, Grænlandi, Baffinslandi, Ellesmerelandi og De-
voneyju. Atlantshafsvarpstöðvar fýlsins eru á íslandi og Bretlandseyjum og í Færeyjum
og Noregi. í Kyrrahafinu er hann varpfugl á Kúrileyjum, Aljútaeyjum og eyjum í
Beringshafi.
Hér á landi er fýllinn afar algengur bjargfugl umhverfis land allt, en það er langt
frá því að svo Irafi alltaf verið. Það er margt, sem bendir lil þess, að fyrir 200—250 ár-
um hafi fýllinn verið sjaldgæfur varpfugl hér á landi, en á fyrri helming 18. aldar lít-
ur út fyrir að honum hafi farið að fjölga skyndilega, og hefur sú fjölgun haldið áfram
fram á þennan dag. Elztu heimildir íslenzkar þar sem fýlsins er getið eru Hallfreðar
saga (fúlmár) og Snorra Edda (fýlingr), en talið er, að bæði þessi rit hafi verið skráð
snemma á 13. öld. í íslandslýsingum Sigurðar Stefánssonar (Qualiscunque Descriptio
Islandiae) frá síðasta tug 16. aldar og Gísla Oddssonar (De Mirabilibus Islandiae) frá
1638 er fýlsins getið sem islenzks fugls, og ennfremur í riti Jóns Guðmundssonar lærða
um íslands aðskiljanlegar náttúrur frá fimmta tug 17. aldar. í jarðabók Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns er þess getið, að Grímseyingar sígi á áliðnu sumri í bjargið eftir
fýlingsunganum, þegar hann sé kominn undir flug, hverjum feng þeir eins skipti og egg-
veiðinni. Þessar upplýsingar eru frá árinu 1713, og að því er ég bezt veit er þetta elzta
heimildin þar sem ákveðinn varpstaður fýlsins hér á landi er tilgreindur. f ferðabók Egg-
erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er getið þriggja varpstaða fýlsins hér á landi, og
eru það Grímsey, Vestmannaeyjar og Reykjaneseyjar. Ferðabókin byggist eins og kunn-
ugt er á rannsóknarferðum þeirra Eggerts og Bjarna hér á landi á árunum 1750—1757.
Það má leiða sterk rök að því, að fýllinn hafi þá tiltölulega nýlega verið farinn að
Náttúrufrœðingurinn, 4. hefti 1952 12