Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 36
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN verpa í Vestmannaeyjum. í Vestmannaeyjalýsingu séra Gizurar Péturssonar, er var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum 1687—1713, er ágætt yfirlit yfir fuglalif í Vest- mannaeyjum, en jrar er fýllinn ekki nefndur d nafn. Getur Jretta varla stafað af öðru en því, að fýllinn hafi ekki verið farinn að verpa í Vestmannaeyjum, er séra Gizur var þar prestur. Um aðra varpstaði fýlsins hér á landi á 18. öld er ekki vitað, en þar sem fjölgun hans og útbreiðsla hefst hér á fyrri helming aldarinnar (sbr. landnám hans í Vcstmannaeyjum) er ekki ólíklegt, að hann hafi verið búinn að nema land víðar fyrir aldamótin 1800, enda þótt þess sé ekki getið í heimildum frá þeim tíma. Um sögu fýls- ins á 19. öld og það sem af er þessari öld eru miklu meiri og öruggari heimildir fyrir hendi. Við vitum, að á þessu tímabili hefur fýlnum farið jafnt og jrétt fjölgandi og jafnframt j>vi hefur hann sífellt verið að nema land á riýjum stöðum á hinni vogskornu og sæbröttu strandlengju íslands. Elztu varpstöðvar fýlsins voru annaðhvort í úteyjum eða á útkjálkum, þ. e. a. s. aðeins fyrir opnu hafi. En smám saman hefur fýllinn verið að þokast inn eftir flóum og fjörðum, og nú fækkar óðum þeim stöðum, sem yfirleitt koma lil greina sem varpstöðvar, jiar sem fýllinn hefur ekki þegar setzt að. En þessi mikla fjölgun og aukna útbreiðsla fýlsins nær ekki aðeins til íslands. Þróun- in hefur verið með svipuðum hætti á öllu útbreiðslusvæði fýlsins í norðanverðu At- lantshafi. Á Bretlandseyjum var fýllinn upphaflega aðeins varpfugl á St. Kilda, en þeg- ar árið 1697 er þessa varpstaðar getið f ritum. Árið 1878 byrjar hann að verpa á Hjalt- landi og síðan hefur honum farið jafnt og þétt fjölgandi á Bretlandseyjum og nú eru fýlavörp þar nær 600 talsins, og eru þau drcifð um strendur Skotlands, F.nglands og frlands. í Færeyjum byrjar fýllinn að verpa í kringum 1840, en nú er bann einn algeng- asti bjargfuglinn þar og eru fýlavörp þar á öllum eyjum. í kringum 1920 fer fýllinn fyrst að verpa í Noregi og nú er taliö að um 300—400 pör verpi á Rundöy í grennd við Álasund. Annars staðar í Noregi verpur hann ekki cnn sem komið er. Þessi gífurlega fjölgun og öra útbreiðsla fýlsins í norðanverðn Atlantshafi er alveg einstakt fyrirbæri. Um orsakir þess hafa ýmsar getgátur komið frarn, ogereinþeirrasú, að hvalveiðar og togveiðar í Norðnrhöfum hafi gjörbreytt lífsskilyrðum fýlsins á Jress- um slóðum ineð þvf að tryggja honum nær ótakmarkaða fæðuuppsprettu árið um kring. Þessa skoðtin aðhyllist Jarriés Fisher og í nýútkominni bók um fýlinn hcfur hann rökstutt hana mjög rækilega. Að Jjví er ég bezt veit, mun Bjarni Sæmundsson (Zoolo- giske Meddel. fra Island XVI, 1934, og Fuglarnir, 1936) fyrstur rnanna hafa bent á að ekki væri ólíklegt, að samband væri milli fjölgunar fýlsins og hinna miklu hvalveiða og síðar fiskveiða í Norðurhöfum. Eins og sakir standa, verður að telja Jrctta líklegustu skýringuna á þessu merkilega fyrirbæri, enda þótt nokkur atriði f sambandi við þessa kenningu hafi enn ekki verið skýrð á viðunandi hátt. Fýllinn verpur f sjávarhömrum, ýmist einn út af fyrir sig eða innan um annan bjarg- fugl. Sunnanlands ]>ar sem ströndin er lág og flatlend, verpur hann ])ó víða í hömrum eða fjallahlíðum allfjarri sjó. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og raunar víðar hér á landi eru t. d. miklar fýlavarpstöðvar langt frá sjó, f Mýrdal í allt að 14 km fjarlægð frá sjó og í Oræfum meira að segja f allt að 18 km fjarlægð frá sjó. Sums staðar verpur fýllinn líka uppi á sæbröttum og óbyggðum eyjum eins og Hcllisey í Vestmannaeyjum. Og vestur á Mýrum hcf ég fundið fýlahreiður á lágum grasi grónum smáeyjum með lágum klettabökkum. Þar sem fýll verpur í sjávarhömrum innan um annan bjargfugl er hann aðallega efst eða ofarlcga í björgunum, cn þar sem hann verpur einn út af fyrir sig, einkum á varpstöðvum fjarri sjó, virðist hann vera nokkuð jafndreifður um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.