Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 41
Ingimar Óskarsson:
Nýtt afbrigði af hrafnastör
Carex saxatilis L.
Sumarið 1950 sendi mér Hálfdán Björnsson, bóndi að Kvískerjum
í Öræfum, hrafnastör með hélugráum kvenöxum. Að útliti voru
starareintök þessi svo ólík því, sem venja er til með hrafnastör, að
ætla mátti við fyrsta tillit, að hér væri ný tegund á ferðinni. Eftir að
ég hafði athugað störina nákvæmlega og kornizt að raun um, að hér
var um nýtt og nrjög sérkennilegt afbrigði af hrafnastör að ræða,
skrifaði ég Hálfdáni, sem er rnjög nákvæmur og áreiðanlegur í öll-
um sxnum athugunum á náttúrunni, og bað liann um að senda mér
upplýsingar um fundaistað og útbreiðslu þessa einkennilega af-
brigðis, og brást hann við því góðfúslega.
Samkvæmt umsögn Hálfdánar vex stöián í landai'eign Kvískerja á
nær því marflötu mýrlendi og sumpart í grunnum mýrarpolli. Fjar-
lægð frá sjó er ekki meiri en það, að sjór flæðir oft inn yfir vaxtai-
staðinn í sunnan stórrosum. Vaxtarsvæðið er lítið, naumast yfir 100
flatarmetrar að stærð, og einstaklingafjöldinn áreiðanlega nokkuð
innan við 100. Auk afbrigðisins uxu á þessum bletti venjuleg hrafna-
stör og mýrastör, eit aði'ar starir ekki.
Hrafnastör er hánorræn stör og vex í ríkum mæli bæði vestan hafs
og austan, svo og í Færeyjum og í háfjöllum Skotlands. Hér á landi
er hún algeng í mörgurn héruðum landsins, en sjaldgæf í nokkrum,
og er því tæpast hægt að telja liana algenga um land allt, eins og gert
hefur verið. Mjög miklu hefur verið safnað af hrafnastör á ýmsum
stöðum, og er því rnikið til af henni í giasasöfnum, bæði hérlendis
og erlendis.
Allt það, sem til er al' hrafnastör í Náttúrugripasafninu í Reykja-
vík og í Grasasafninu í Kaupmannahöfn lief ég athugað, og auk þess
nokkur afbrigði frá Kanada, en ekki getað fundið neitt, sem líkist
Kvískerja-afbrigðinu. Frá Skandinavíu eða Færeyjum er heldur ekki