Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 46
186 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 3. mynd. liasaltbjarg í Ketillaugarfjalli, sem stendur á £a'ti úr þursaberginu. — A block of basalt on a soclc of breccia. Locality Kel;llaugar- fjall. - Ljósm. Jón Jónsson. ið greinilega lagskipt, en víðast livar er það óreglulegt. í því er ara- grúi ai: mismunandi basalttegundum, en einnig er í því nokkuð af líparíti og jafnvel molar úr sandsteini. Nokkra rispaða steina tókst mér að finna í því (4. mynd), en svo sjaldséðir eru þeir, að varla er hægt að draga nokkrar ákveðnar ályktanir um uppruna bergsins af þeim. í þessu sambandi má þó benda á þá staðreynd, að greinilega rispaðir steinar eru sjaldgæfari við íslen/.ka jökla en ætla mætti. Aðeins á einum stað tókst mér að finna mót þnrsabergsins og bergs þess, er það hvílir á. Var það í hömrunum rétt norðan við Stóra Leyni, en svo nefnist allstór hjalli vestan við Krossbæjartind. Basalt- ið, sem þar liggur undir þursaberginu, er greinilega sorfið, að því er virðist af vatni eða jökli. Engar rispur tókst mér að finna á því þrátt fyrir allmikla leit.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.