Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 48
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 5. mynd. Þursabergið í Miðmundahrauni. — Br'eccia. Locality Miðmundahraun near the Setberg farm. — /Vjósm. Jón Jónsson. mjög misgengið og umturnað. Það liggur svo eins og kápa á öllu fjallinu að norðan og alveg fram á liátind. Ketillaugarfjall er innskot (intrusion), yngra en basaltið og þursa- bergið. Það er mestmegnis út líparíti, granofyr og gabbro. Þegar það myndaðist, hefur bergið, sem fyrir var, ummyndazt nokkuð (meta- morfos). Neðan við þjóðveginn upp í Almannaskarð liggur stórt bjarg, sem auðsjáanlega hefur hrapað úr Skarðstindi. Það virðist vera úr þessari sömu bergtegund, hlýtur því þursabergslagið að vera í tindinum. Því miður vannst mér ekki tími til að athuga það nánar, en líklegt virðist mér, að það sé nokkuð ofarlega í tindinum. í Mineralogisk Museum í Kaupmannahöfn er geymdur steinmoli, sem danskur náttúrufræðingur, Harder að nafni, liafði með sér þangað. Sá steinn er tekinn í Grænafjalli við Heinaberg á Mýrum. Ekki fæ ég betur séð en þar sé um sömu bergtegund að ræða. Eg get ekki varizt þeirri hugsun, að þetta sé gamall jökulruðning- ur. Slíkan fornan jökulruðning (tillite) hefur Pálmi Hannesson, rektor, nefnt jökulberg, og mun ég halda því nafni hér. Það má þó

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.