Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 4
66 NÁTTÚ R U FRÆÐINGURINN kartöflu-uppskeran á SV-landi að miklu leyti. Sumir kenndu um vætutíð, aðrir kulda, en hvers vegna ekki að álykta, að sólgeislunin hafi verið full lítil, til þess að nauðsynleg efnaskipti ættu sér stað í kartöfluplöntunni, því að sólgeislunin er það grundvallarskilyrði, sem allt líf er háð og öll líðan manna, dýra og jurta undir komin. Heildargeislun sólar og gufuhvolfs hefur aðeins verið rannsökuð á tiltölulega fáum stöðum, og víða á jörðinni alls ekki. Þó er hér um að ræða orku, sem öllu er nauðsynleg, mönnum, dýrum og jurtum. Sólorkan birtist sem infrarauðir geislar, ljósgeislar og útfjólu- bláir geislar. Af þessurn geislum hafa mælingar á infiarauðum eða hitageislunum verið gerðar árum og öldum saman. Eru þær svo á hvers manns færi, að margir virðast hafa gleymt því, að aðrir sól- geislar eru ekki síður þýðingarmiklir. Mæling á infrarauðu eða hitageisluninni einni eða öllu heldur hita þess lofts, sem um jörðina leikur í 180 cm hæð, er góð svo langt sem hún nær. En með henni fást ekki upplýsingar um, hve mikil hin raunverulega sólgeislun er, eða sú orka, sem berst til jarðar á tilteknum stað, því að hitageislunin er ekki nema í hæsta lagi um 50% af heildargeisluninni, þar sem hún Iiefur verið mæld. — Það er t. d. ekki nóg frá gróðurfarslegu sjónarmiði að þekkja lofthit- ann einan. Allar plöntur deyja, ef þær skortir Ijós, þótt lofthiti og önnur skilyrði séu fyrir hendi. Það er því bæði æskilegt og nauð- synlegt að vita um magn þeirra geisla, sem gróðurinn þarfnast, og vita, hve mikið hann raunverulega fær á hverja flatareiningu á ákveðnum tíma. Hér verður sagt frá mælingum, sem sýna, hve mikil geislun sól- arinnar er við jarðaryfirborð og hvernig hún dreifist yfir árið. Það er ekki verið að mæla lofthitann eða infrarauðu geislunina, heldur alla þá geisla, sem til jarðar ná, allt frá infrarauðum til útfjólu- blárra geisla. Hér hefur að vísu aðeins verið mælt, hve mikið geislamagn berst til jarðar, en ekki hitt, hve mikið hinir ýmsu hlutir drekki í sig og endurkasti af geislum. Venjulega er talið, að nýfallinn snjór endur- kasti 80—90% þeirra geisla, er á hann falla, vatn allt að 75%, gras- lendi milli 15 og 30% og mannshúðin allt að 30—40% (6). Þó er þetta allt nokkuð breytilegt eftir stað og stundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.