Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 11
HEILDARGEISLUN SÓLAR í REYKJAVÍK 73 lítið meiri en í Reykjavík og minni en í Fairbanks. Potsdam liggur Jdó miklu sunnar á hnettinum eða á 52. breiddarstigi. Ástæðan gæti verið móða sú, er oft liggur yfir löndum á þessari og svipuðum breiddargráðum. Frá Helsinki hef ég tölur yfir heildargeislun hvers mánaðar á árunum 1928-1931. Tafla III sýnir, hve miklar árasveiflurnar geta verið í heildar- geisluninni í Helsinki, og þá sennilega líka við hverju megi búast hér á landi. T. d. er geislunin í Helsinki 1 janúar 1930 l/3 minni en í sama mánuði árið 1928, og í desember 1930 og 1931 er hún helmingi minni en í desember árið 1929. Þá sýnir taflan, hve geysimiklu meiri heildargeislunin er þar en hér, og munar þó ekki miklu á breiddargráðum. Heildartalan hjá okkur er rúmlega 41 þús. cal/cm2 yfir árið, en í Helsinki 74—80 þús. cal/cm2, og yfir vaxtartímann maí—september nemur geislunin hér rúmlega 28 þús. cal/cm2, en þar rúmlega 56 Jdús. cal/cm2. Að vísu er óvíst enn, hve miklar árasveiflurnar geta orðið hér, svo að verið gæti, að ár kæmu, sem hefðu meiri geislun, en ef til vill líka minni geislun. En hvað um það, Helsinki virðist fá hér um bil helmingi meiri heildar-sól- argeislun en Reykjavík eða því sem næst. Það er því trúlegt, að sól- argeislunin skipti allmiklu máli fyrir lífsskilyrðin á þessum tveim stöðum. Mælingar sem þessar geta, sé Jreim haldið áfram um lengri tíma, haft hina margvíslegustu þýðingu fyrir almenna líffræði, náttúru- fræði, læknisfræði o. fl. T. d. er það alþekkt, að fólk sólbrennur oft meira á einum eftirmiðdegi í apríl eða maí heldur en á jafnlöng- um tíma í júní eða júlí, sem eru þó að öllu jöfnu taldir sólríkustu mánuðirnir. Enda kemur líka í ljós, að í apríl og maí ásamt septem- ber er geislunin mest á hverja tímaeiningu. Hugsanlegt væri að reikna út, hve mikið ljós þurfi í gróðurhús á vetrum, svo að plöntur fái notið sín sem að sumri. Ef um sér- staklega ljóselskar plöntur er að ræða, svo sem margar hitabeltis- plöntur eru, t. d. bananar og orkideur, er þurfa meira og minna sólskin allan daginn, ætti að vera hægt að reikna út, hve mikla við- bótargeislun þær þyrftu, þegar skýjað er loft, til þess að njóta sömu geislunar og heiðríkt væri. Sjálfsagt er að hafa þessi atriði í huga við innflutning nytjajurta til 'andsins. Það er ekki nóg að hafa svipaða úrkomu og hita, hitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.