Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 30
92 NÁTTÚRUFRÆÐJ NGURINN litlir og flestii' kringlóttir, á einu eggjanna var þó allmikið af aflöngum díl tim, líktist það nokkuð sumum tjaldseggjum. Hreiðrið aðeins dæld milli þriggja lágra þúfna, allmikið fóðrað innan með sinu, dálitlum mosa og ein- staka fjöður mátti sjá. Umhverfið var flatt, mjög smáþýft og grasið snöggt. Aðalgrastegundin var túnvingull og vallarsveifgras, hin fyrrnefnda j)ó mun algengari. Hreiðurbreiddin var 16—17 cm og dýptin 5—6 cm. A. 1. 1. júlí. Kom í hólmann ásamt Hannesi og Geir. Nú voru komin 3 egg í stormmáfshreiðrið. Ég mældi þau og hreiðrið: Þvermál lireiðursins var um 18 cm. Mál eggjanna voru sem liér segir (eggin eru talin upp í sömu röð og þeim var orpið): 58,0x42,0, 54,3x41,2, 55,5x40,5 mm. Við hólmann sáum við aðeins 2 fullorðna stormmáfa með vissu. Nú voru þeir orðnir heldur spakari en síðast, steyptu sér stundum yfir okkur (að vísu hálfragir) og vældu mikið. A. G. 2. júlí. Kom síðla kvölds í hólmann með Hannesi. Allt var óbreytt frá jjví í gær. Tók mynd af hreiðrinu, en lnin heppnaðist illa sökum ónógrar birtu. A. G. 10. júlí. Kom að stormmáfshreiðrinu kl. 16 45. Var þá eitt egg í hreiðrinu, annað lá brolið um 1 m lrá Jjví, en þriðja eggið fannst ekki. Ég tók brotna eggið og faldi ])að skammt frá lireiðrinu. Stormmáfarnir héldu sig ennþá i hólmanum. J. B. S. 23. júlí. Kom í hólmann um lágnættið ásamt Hannesi og Geir. Aðeins örfáir hettumáfar voru eltir í hólmanum. Stormmáfshreiðrið var tómt, en stormmáfarnir sveimuðu um í myrkrinu allhátt íyrir ofan okkur, gargandi og vælandi. A. G. 24. júlí. Um hádegið kom ég í Korpúlfsstaðahólma ásamt Agnari Ing- ólfssyni, Árna W. Hjálmarssyni, Finni Guðmundssyni og Jóni B. Sigurðssyni. Siormmáfslireiðrið var auðvitað tómt. Einn stormmáfur, þögull og eymdarleg- ur, var öðru hverju á sveimi yfir hólmanum. Aldrei jxirði hann ])ó að setjast, og þegar ég faldi mig í hólmanum, og hinir fóru í land, hvarf hann gersam- lega. Líklega Iiefur stormmáfsunginn, ef hann hefur verið lifandi, verið kom- inn ofan í fjöru. Við tókum brotna eggið, sem lannst 10. þ. m. og er það nú varðveitt í Náttúrugripasafninu. A. G. 12. ágúst. Um kvöldið var ég við Blikastaðakró ásamt Hannesi. Skrapp aðeins út í Korpúlfsstaðaliólma, en þar var enginn fugl sjáanlegur. Töldum okkur sjá 2 fullorðna stormmáfa á flugi við Korpuós, en færið var fulllangt. A. G. SUMMARY Comraon Gull Breeding in Icciand by Arnthor Gardarssor, fn Iceland the Common Gull (Larus canus canus L.) has long been known as a regular winter visitor. Gommon Gulls liave also been frequently ob- servecl during the summer months, especially adults, and the species Itas been suspected to breed in the country, although up to 1955 no nest finds had been made.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.