Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 27
STORMMÁFUR, NÝR VARPFUGL Á ÍSLANDI 89 The Common Gull on the nest. — Pennateikning eft- ir Arnþór Garðarsson. Stormmáfur á hreiðri í Korpúlfsstaðahólma. — Blikastaðakró austanverðri. Um háfjöru er gengt út í hann eftir leðjugranda. Korpúlfsstaðahólmi er nokkurn veginn sporöskjulag- aður, hann er flatur en einna hæstur í miðjunni, lágir malarkambar eru víðast með bökkunum. Hólminn er grösugur og víða þýfður. Aðalgi-astegundin er túnvingull (Festuca rubra L.), einnig er nokk- uð af vallarsveifgrasi (Poa pratensis L.). Landið í nágrenni hólmans er yfirleitt gróðurlítil liolt og melar, þyrkingslegir móar og tún. Árið 1955 urpu eftirtaldar fuglategundir í Korpúlfsstaðahólma, auk stormmáfs: Stokkönd (3 pör), æðarfugl (um 50 pör) hettumáfar (allt að 50 pör), kría (10—15 pör). Auk þess sáust þar ein tjaldhjón að staðaldri og hafa líklega verið með unga í hólmanum. í hólmanum norðanverðum fundum við minkaholu, en ekki er víst að þar hafi minkar hafzt við sumarið 1955. Hér fara á eftir athuganir þær, sem gerðar voru á stormmáfunum í Korpúlfsstaðahólma sumarið 1955. Nöfn athugunarmanna eru skammstöfuð, en þeirra hefur þegar verið getið hér að framan. 29. apríl. Kom í Korpúlfsstaðahólma seinni hluta dags. har voru urn 50 hettumáfar. Þeir voru slyggir, llklega nýsetztir upp. Engan stormmáf sá ég þarna. Æðarfuglinn var líka byrjaður að setjast upp, og eitt æðarhreiður með eggjum fann ég í hólmanum. A.G. 3. júní. Athugaði fuglalíiið í Korpúlfsstaðahólma. Þar var engan storm- máf að sjá. A. I. 14. júní. Kom í Korpúlfsstaðahólma og sá þar 2 stormmáfa, annan fullorð- inn, hinn ungan. Voru þeir á flugi meðfram, en ekki yfir hólmanum. Hettu- máfnum virtist heldur illa við þá. Einhvers staðar ekki langt frá hljóta þeir að verpa. A. I. 19. júní. Um kvöldið fór ég með Hannesi Blöndal í Korpúlfsstaðahólma. Við dálitla grjóthrúgu, nyrzt í hólmanum, fann ég dúnunga, sem ég taldi vera stormmáfsunga. Ungi þessi er nú varðveittur í Náttúrugripasafninu. Enda þótt enginn hettumáfsungi sé til í safninu til samanburðar, er næstum öruggt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.