Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 27
STORMMÁFUR, NÝR VARPFUGL Á ÍSLANDI 89 The Common Gull on the nest. — Pennateikning eft- ir Arnþór Garðarsson. Stormmáfur á hreiðri í Korpúlfsstaðahólma. — Blikastaðakró austanverðri. Um háfjöru er gengt út í hann eftir leðjugranda. Korpúlfsstaðahólmi er nokkurn veginn sporöskjulag- aður, hann er flatur en einna hæstur í miðjunni, lágir malarkambar eru víðast með bökkunum. Hólminn er grösugur og víða þýfður. Aðalgi-astegundin er túnvingull (Festuca rubra L.), einnig er nokk- uð af vallarsveifgrasi (Poa pratensis L.). Landið í nágrenni hólmans er yfirleitt gróðurlítil liolt og melar, þyrkingslegir móar og tún. Árið 1955 urpu eftirtaldar fuglategundir í Korpúlfsstaðahólma, auk stormmáfs: Stokkönd (3 pör), æðarfugl (um 50 pör) hettumáfar (allt að 50 pör), kría (10—15 pör). Auk þess sáust þar ein tjaldhjón að staðaldri og hafa líklega verið með unga í hólmanum. í hólmanum norðanverðum fundum við minkaholu, en ekki er víst að þar hafi minkar hafzt við sumarið 1955. Hér fara á eftir athuganir þær, sem gerðar voru á stormmáfunum í Korpúlfsstaðahólma sumarið 1955. Nöfn athugunarmanna eru skammstöfuð, en þeirra hefur þegar verið getið hér að framan. 29. apríl. Kom í Korpúlfsstaðahólma seinni hluta dags. har voru urn 50 hettumáfar. Þeir voru slyggir, llklega nýsetztir upp. Engan stormmáf sá ég þarna. Æðarfuglinn var líka byrjaður að setjast upp, og eitt æðarhreiður með eggjum fann ég í hólmanum. A.G. 3. júní. Athugaði fuglalíiið í Korpúlfsstaðahólma. Þar var engan storm- máf að sjá. A. I. 14. júní. Kom í Korpúlfsstaðahólma og sá þar 2 stormmáfa, annan fullorð- inn, hinn ungan. Voru þeir á flugi meðfram, en ekki yfir hólmanum. Hettu- máfnum virtist heldur illa við þá. Einhvers staðar ekki langt frá hljóta þeir að verpa. A. I. 19. júní. Um kvöldið fór ég með Hannesi Blöndal í Korpúlfsstaðahólma. Við dálitla grjóthrúgu, nyrzt í hólmanum, fann ég dúnunga, sem ég taldi vera stormmáfsunga. Ungi þessi er nú varðveittur í Náttúrugripasafninu. Enda þótt enginn hettumáfsungi sé til í safninu til samanburðar, er næstum öruggt,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.